Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. desember 2019 12:15 Fylgið stjórnmálaflokkanna hefur breyst mikið frá síðustu kosningum. Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýjustu könnun. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira