Erlent

Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon

Samúel Karl Ólason skrifar
Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault
Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault AP/Koji Sasahara

Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér. Ghosn er nú staddur í Líbanon en honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl. Það var gert með því skilyrði að hann færi ekki frá Japan.

Ghosn er bæði með ríkisborgararétt í Frakklandi og Líbanon en ekki liggur fyrir hvernig honum tókst að flýja Japan. Þá er hann sagður hafa flogið á einkaþotu frá Tyrklandi til Líbanon. Fjölmiðlar ytra segja Ghosn hafa staðið í þeirri trú að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld í Japan.



Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem ræddi við Ricardo Karam, vin Ghosn í Líbanon, kom hann til landsins í kvöld. Þá var blaðamaður sendur að húsi sem hann á í Beirút. Öryggisverðir stóðu vörð um húsið og var kveikt á ljósum þar inni. Verðirnir sögðu Ghosn þó ekki vera þar þó annar þeirra hafi viðurkennt að hann væri í Líbanon.



Ghosn, sem er 65 ára gamall, var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna.

Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn.


Tengdar fréttir

Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×