Búið er að kalla út björgunarsveitir á Vesturlandi og víðar vegna manns sem talinn er vera týndur á fjöllum á Snæfellsnesi. Fyrsta útkallið barst á sjöunda tímanum í dag og komu fyrstu hópar á svæðið um sjö. Maðurinn er talinn hafa farið í fjallgöngu í Heydal, norður af Rauðameli, og er hann sagður vanur fjallgöngum. Hann ku þó ekki hafa skilað sér til byggða.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að búið sé að kalla til björgunarsveitir frá Blönduósi og að Þjórsá, nánast gervöllu vestanverðu landinu, og til standi að fara með leitarhunda og sporhund á svæðið.
Þá þurfi að afla frekari upplýsinga um ferðir mannsins sem leitað er að.
Innlent