Stærstu íþróttaaugnablikin 2019 í myndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2019 08:30 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty Fréttir ársins 2019 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira
Íþróttaárið 2019 var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Nýjar stjörnur stigu fram á sjónarsviðið, aðrar héldu sér á toppnum og enn aðrar komu til baka eftir erfið ár. Hér fyrir neðan má sjá valdar íþróttamyndir frá erlendum vettvangi 2019. Íþróttaárið 2019 erlendis í gegnum myndavélalinsuna - Gjörið þið svo vel. Endurkoma áratugarins. Tiger Woods fagnar eftir að hafa sett niður pútt sem tryggði honum sigurinn á Masters-mótinu. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár.vísir/getty Kawhi Leonard horfir á eftir skoti sínu sem tryggði Toronto Raptors sigur á Philadelphia 76ers í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA. Toronto fór svo alla leið og varð NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leonard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.vísir/getty Simone Biles með öll fimm gullverðlaunin sem hún vann á HM í áhaldafimleikum í Þýskalandi. Hún er sigursælasta fimleikakona allra tíma.vísir/getty Sigur Andy Ruiz á Anthony Joshua í titilbardaga í þungavigt í júní er einn sá óvæntasti í sögu hnefaleikanna. Joshua var ósigraður fyrir bardagann á meðan Ruiz var lítt þekktur. Joshua hefndi fyrir tapið með því að vinna Ruiz í öðrum bardaga í desember.vísir/getty Jürgen Klopp fær flugferð eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Liverpool vann leikinn 2-0 og varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins.vísir/getty Siya Kolisi lyftir Webb Ellis-bikarnum eftir að Suður-Afríka sigraði England í úrslitaleik HM í ruðningi. Kolisi er fyrsti blökkumaðurinn sem er fyrirliði suður-afríska ruðningslandsliðsins.vísir/getty Tom Brady fagnar með fjölskyldu sinni eftir að New England Patriots vann Los Angeles Rams í Super Bowl 2019. Þetta var sjötti sigur Brady og Patriots í Super Bowl.vísir/getty Hin 15 ára Cori Gauff sló í gegn á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún sigraði m.a. Venus Williams. Framganga Gauff á Wimbledon vakti mikla athygli og leikir hennar fengu mest áhorf á mótinu.vísir/getty
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Sjá meira