Titlarnir blikna í samanburði við alla vináttuna Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 23:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir segir sigurinn gegn Haukum 2016 í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sinn besta sigur. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira