Tinder fær heljarinnar uppfærslu í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 08:37 Einhleypingar á Tinder munu þurfa að hafa sig til áður en þeir opna forritið í sumar. vísir/getty Móðurfélag stefnumótaforritsins Tinder greindi frá því í ársfjórðungsuppgjöri sínu í gær að til standi að innleiða eiginleika í forritið á næstu mánuðum sem myndi gera notendum kleift að eiga myndsímtöl sín á milli. Í uppgjöri Match Group er vísað til áhrifa samkomubanns á stefnumótahegðun fólks, þegar það hefur ekki getað farið út og hitt hvort annað hafi það reitt sig í auknum mæli á fjarfundabúnað og myndsímtöl. Þannig hafi 70 prósent notenda stefnumótaforritsins Hinge sagst vera opið fyrir því að ræða við álitlega einhleypinga með þessum hætti. Notendur Tinder séu þar að auki farnir að senda fleiri skilaboð og samtöl þeirra séu sífellt að lengjast. Þannig hafi notendur undir þrítugu sent 35 prósent fleiri skilaboð í apríl en í síðustu viku febrúar, sem skýrist að miklu leyti af samkomubanni og meðfylgjandi einmanaleika. Aukninguna vill Tinder ekki síst rekja til kvenna og segja aðstandendur forritsins þessa breyttu hegðun þeirra „gríðarlega jákvæða“ fyrir „vistkerfi“ smáforritsins. Í uppgjörinu segir einnig að til standi að ýta myndsímtalaeiginleikanum úr vör í lok annars árfjórðungs, sem yrði þá í sumar. Ekki er þó farið nánar út í það hvernig það muni koma til með að líta út, aðeins að þau hafi merkt mikla eftirspurn eftir slíkum eiginleika meðal notenda Tinder. Þá sjái Tinder fram á að að kynna fleiri nýjungar til sögunnar á árinu sem ætlað er að fjölga tekjumöguleikum forritsins, án þess að útskýra það frekar. Tæknivefurinn Verge hefur ákveðnar efasemdir um myndsímtölin, sem vefurinn segir eina stærstu uppfærslu í sögu Tinder. Myndsímtöl séu kjörin vettvangur fyrir hvers kyns áreitni sem erfitt sé að koma í veg fyrir, að minnsta kosti erfiðara en að loka á óæskileg skilaboð. Því voni Verge að forritarar Tinder leggi allt kapp á að útbúa kerfi til að tilkynna og koma í veg fyrir áreitni í myndsímtölum. Tinder Tækni Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Móðurfélag stefnumótaforritsins Tinder greindi frá því í ársfjórðungsuppgjöri sínu í gær að til standi að innleiða eiginleika í forritið á næstu mánuðum sem myndi gera notendum kleift að eiga myndsímtöl sín á milli. Í uppgjöri Match Group er vísað til áhrifa samkomubanns á stefnumótahegðun fólks, þegar það hefur ekki getað farið út og hitt hvort annað hafi það reitt sig í auknum mæli á fjarfundabúnað og myndsímtöl. Þannig hafi 70 prósent notenda stefnumótaforritsins Hinge sagst vera opið fyrir því að ræða við álitlega einhleypinga með þessum hætti. Notendur Tinder séu þar að auki farnir að senda fleiri skilaboð og samtöl þeirra séu sífellt að lengjast. Þannig hafi notendur undir þrítugu sent 35 prósent fleiri skilaboð í apríl en í síðustu viku febrúar, sem skýrist að miklu leyti af samkomubanni og meðfylgjandi einmanaleika. Aukninguna vill Tinder ekki síst rekja til kvenna og segja aðstandendur forritsins þessa breyttu hegðun þeirra „gríðarlega jákvæða“ fyrir „vistkerfi“ smáforritsins. Í uppgjörinu segir einnig að til standi að ýta myndsímtalaeiginleikanum úr vör í lok annars árfjórðungs, sem yrði þá í sumar. Ekki er þó farið nánar út í það hvernig það muni koma til með að líta út, aðeins að þau hafi merkt mikla eftirspurn eftir slíkum eiginleika meðal notenda Tinder. Þá sjái Tinder fram á að að kynna fleiri nýjungar til sögunnar á árinu sem ætlað er að fjölga tekjumöguleikum forritsins, án þess að útskýra það frekar. Tæknivefurinn Verge hefur ákveðnar efasemdir um myndsímtölin, sem vefurinn segir eina stærstu uppfærslu í sögu Tinder. Myndsímtöl séu kjörin vettvangur fyrir hvers kyns áreitni sem erfitt sé að koma í veg fyrir, að minnsta kosti erfiðara en að loka á óæskileg skilaboð. Því voni Verge að forritarar Tinder leggi allt kapp á að útbúa kerfi til að tilkynna og koma í veg fyrir áreitni í myndsímtölum.
Tinder Tækni Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira