Hugrún bjó við mikla fátækt og var lögð í einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 09:25 Hugrún hefur náð frábærum árangri sem fegurðardrottning. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland. Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira