Maðurinn sem keypti Gylfa vill frekar starf í Japan en að snúa aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 13:00 Andre Villas-Boas þakkar hér Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu hans í leik með Tottenham á gamla White Hart Lane. Getty/Tim Parker Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira