Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2020 12:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar fram með áform sín um stofnun hálendisþjóðgarðs í haust. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45