Íslenski boltinn

„Er betur mannað lið en Víkingur í deildinni?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óttar Magnús Karlsson verður væntanlega í hópi bestu leikmanna Pepsi Max-deildar karla í sumar.
Óttar Magnús Karlsson verður væntanlega í hópi bestu leikmanna Pepsi Max-deildar karla í sumar. vísir/bára

Hjörvar Hafliðason hefur mikla trú á bikarmeisturum Víkings á komandi tímabili.

„Er betur mannað lið en Víkingur í deildinni?“ spurði Hjörvar í Sportinu í kvöld. Hann svaraði því reyndar sjálfur að líklega væri lið Breiðabliks aðeins betur mannað. Hann fór svo yfir leikmannahóp Víkings.

„Þú ert með hafsenta sem eru vissulega fullorðnir en eru þeir bestu í deildinni. Þú ert með mjög reyndan markvörð sem hefur verið í atvinnumennsku og er einn besti markvörður Íslands,“ sagði Hjörvar og vísaði þar til Ingvars Jónssonar sem kom til Víkings í vetur.

„Ef þú værir með stuðla hver yrði markahæstur í deildinni væri Óttar [Magnús Karlsson] ansi ofarlega ásamt Dönunum í Breiðabliki og Val.“

Sigurvin Ólafsson segir að Víkingar þurfi til að taka skref fram á við frá síðasta tímabili til að geta blandað sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Ef Víkingur nær að halda því við sem þeir sýndu í fyrra, sem var góð spilamennska, og þessu litla atriði, sem skiptir reyndar höfuðmáli, að ná í úrslit. Látið þessa spilamennsku leiða til hagstæðari úrslita,“ sagði Sigurvin.

Klippa: Sportið í kvöld - Möguleikar Víkings

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×