Vill verja minnst hálfum milljarði dala í að mála Vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2020 16:12 Trump telur að veggurinn væri ógnvænlegri málaður svartur. EPA/David Maung Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira