Hvalárvirkjun slegið á frest um óákveðinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2020 16:17 Eyvindarfjarðará á Ströndum sem einnig heyrir undir Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo. Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
VesturVerk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku fullyrðir að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Samþykkt var á hluthafafundi Vesturverks þann 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi þess. Aðgerðirnar væru sársaukafullar en nauðsðynlegar til að tryggja áframhaldandi rekstur Vesturverks og viðgang verkefna félagsins. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, hættir og upplýsingafulltrúinn sömuleiðis. Gunnar Gaukur vísaði á Jóhann Snorra Sigurbergsson, forstöðumann viðskiptaþróunar hjá HS orku, vegna málsins. Umdeild framkvæmd Jóhann Snorri segir í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði að þverrandi eftirspurn eftir rafmagni hafi áhrif á breytingarnar. Áform um uppbyggingu á gagnaverum, kísilverum og jafnvel álveri séu ekki að ganga eftir. Verð á rafmagni sé víða hagstæðara erlendis en á Íslandi sem valdi minnkandi eftirspurn. Nóg rafmagn sé til í landinu um þessar mundir. Þá hægði á ferðinni að Landsnet væri ekki tilbúið með uppbyggingaráform sín á Vestfjörðum. Engan bilbug væri þó að finna á fjárfestum við stuðning sinn við Hvalárvirkjun. Jóhann segir að miðað sé við að vera tilbúnir til framkvæmda þegar ástand á raforkumarkaði lagast á ný. Framkvæmdin er mjög umdeild. Síðast í dag kröfðust Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir umhverfissinnar og Rjúkandi stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun sem fyrirhugaðar voru í sumar. Miðað við tíðindi dagsins er eitthvað í að framkvæmdum verði haldið áfram. Stöðvunarkrafa var einnig gerð í júlí í fyrra samhliða kæru sömu samtaka vegna framkvæmdaleyfis sem Árneshreppur veitti Vesturverki vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar. Leggja til að friðlýsa svæðið „Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði stöðvunarkröfu samtakana í fyrra með þeim rökum að nefndin gæti lokið málsmeðferð áður en framkvæmdir hæfust sumarið 2020. Nú hefur nefndin enn ekki úrskurðað og brátt geta framkvæmdir hafist í Árneshreppi. Samtökin telja því brýnt að úrskurðarnefndin stöðvi framkvæmdir þar til hún hefur komist að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum fjórum. „Alþjóðlegu nátturúruverndarsamtökin hafa tekið undir með samtökunum fjórum sem standa að kærunni um að svæðið beri að vernda.“ Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt til að svæðið verði friðlýst. „Þá er vandséð hver þörfin er fyrir aukna raforkuframleiðslu þar sem ekki er raforkuskortur í landinu og 77% raforkunnar fer til stóriðju skv. orkutölum Orkustofnunnar 2018. Hvalárvirkjun er ekki besta leiðin til þess að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og því er ekki um brýna almannahagsmuni að ræða við byggingu virkjunarinnar.“ Að neðan má sjá kynningarmyndband Vesturverks vegna virkjunarinnar. Hvalárvirkjun 2020 from VesturVerk - HREIN ORKA on Vimeo.
Deilur um Hvalárvirkjun Árneshreppur Orkumál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira