Systkini Hagen telja Anne-Elisabeth vera enn á lífi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 06:42 Lögreglan hefur rannsakað heimili Hagen-hjónanna í vikunni. EPA/TERJE PEDERSEN Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34