Misnotkun á opinberum styrkjum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 8. maí 2020 07:30 Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar