Nýi Þórsarinn hoppaði hærra en Vince Carter og McGrady í nýliðabúðum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 16:00 Jahii Carson í leik með ástralska liðinu Wollongong Hawks í október 2014 en þetta var hans fyrsta tímabil sem atvinnumaður utan Bandaríkjanna. Getty/ Joosep Martinson Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018 Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira