Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn í baráttu við Thomas Mikkelsen sumarið 2018. vísir/bára Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira