Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn í baráttu við Thomas Mikkelsen sumarið 2018. vísir/bára Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. Það kom mörgum í opna skjöldu að Bergsveinn hafi lagt skóna á hilluna enda einungis 27 ára. Hann segir að áhuginn einfaldlega liggi annars staðar en segir að þetta hafi verið erfitt, sér í lagi þegar margir skilgreina hann sem fótboltamann. „Tilfinningin hefur blundað lengi en ég hef ekkert hugsað almennilega um þetta,“ sagði Bergsveinn í samtali við Vísi í kvöld. „Þetta er erfitt þegar maður skilgreindur sem fótboltamaður. Vísbendingarnar gáfu til kynna að ástríðan var farin úr fótboltanum. Áhuginn liggur annars staðar. Ég hef áhuga á sálfræðinni og hjálpa öðru fólki.“ Hann segir að hann hafi kallað þjálfarateymið og stjórn félagsins á fund í gær og tilkynnt leikmönnum ákvörðunina í dag. „Ég hóaði á fund í gær. Ása, Gunna aðstoðarþjálfara og Gunna markmannsþjálfara og stjórnina. Ég ræddi við þá í gær og leikmenn áðan.“ „Ég sagði þeim bara hvernig mér leið og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma. Þeir eru svekktir og mega vera svekktir og reyndu að snúa mér en ég hef tekið þessa ákvörðun.“ Hann segir að það sé ekki bara titlar og velgengi innan vallar sem standi upp úr. „Það er hægt að ræða titla. Það var gaman að vera Íslandsmeistari 2016 og fara fara tvisvar upp með Fjölni en það sem stendur upp úr er allt þetta góða fólk í kringum félögin. Öll tengslin sem maður myndar og öll vináttan. Allt þetta sem fótboltinn kenndi manni. Öll mistökin og allir erfiðu tímarnir, dugnaðurinn og vinnusemin sem hjálpa manni í lífinu.“ Nánar verður rætt við Bergsvein í Sportpakkanum annað kvöld.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira