Landsliðsþjálfari lofsyngur lið Víkinga Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2020 10:45 Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira