Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2020 11:32 Árni Oddur Þórðarsson er forstjóri Marels. Mynd/Marel Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Árna Odd í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu sem hlusta má á hér að neðan. Farið var yfir stöðu Marels, viðbrögð fyrirtækisins við kórónuveirufaraldrinum og hverjar framtíðarhorfur fyrirtækisins. Talið barst einnig að hlutabótaleiðinni svokölluðu og umræðu um hana og var Árni Oddur spurður að því hvort að Marel hafi nýtt sér þá leið. „Til að taka af allan vafa hefur Marel ekki nýtt sér neinar slíkar leiðir og ætlar ekki að gera það, að minnsta kosti á meðan staðan er svona góð hjá okkur,“ sagði Árni Oddur. Talið barst einnig að öðrum fyrirtækjum sem nýtt hafa sér hlutabótaleiðina, en hávær umræða hefur skapast um fyrirtæki á borð við Össur, Haga, Festi og Skeljung, fyrirtæki sem standa að flestu leyti vel og hafa sum hver nýlega greitt út arð eða keypt eigin bréf. „Förum svo í hvað er ríkissjóður. Ríkissjóður er ég, þú og allir í landinu. Förum svo í frumvarpið um hlutabótaleiðina. Þó að stendur í hlutabótaleiðina að þetta sé til þess að verja tekjufalli þá stóð þar fyrir fyrirtæki í alvarlegrum rekstravanda. Það virðist hins vera að sum fyrirtæki sem eru alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, heldur eru að reyna að bjarga ársfjórðungsuppgjörum sínum til að ganga í augun á fjárfestum hafi verið að nota hlutabótaleiðina. Tilgangurinn var ekki þannig,“ sagði Árni Oddur. Betra að hafa almennt kerfi en samfélagsleg ábyrgð verði að koma inn Sagði Árni að fyrirtæki sem standi vel verði að sýna af sér samfélagslega ábyrgð þegar staðan sé eins og raun beri vitni í þjóðfélaginu. Það væri algjörlega rangt að greiða út arð eða kaupa eigin bréf þegar væri verið að ganga til „elsku mömmu, ríkisins.“ „Við verðum að sýna samfélagslega ábyrgð í þessu og ég get ekki annað sagt að það er betra að hafa almennt kerfi eins og ríkið gerði sem gagnast meginþorra fyrirtækja einn, tveir og þrír. Vegna þess að það er ekkert gagn í að við séum að þvælast fram og til baka og komum með þetta þremur mánuðum of seint. Hins vegar samfélagsábyrgð, menn verða að sýna hana,“ sagði Árni. Þú ert náttúrúlega að hnýta þarna all hressilega í kollega þína marga? „Ég er ekki að hnýta í þá vegna þess að ég skoðaði þetta sjálfur hjá okkur,“ sagði Árni Oddur sem var þá minntur á orð hans fyrr í þættinum um að svo virðist sem að einhver fyrirtæki hafi nýtt hlutabótaleiðina til að fegra árshlutauppgjör. „Það lítur þannig út og ég held að ég sé ekkert að hnýta í kollega mína. Ég er hluti af samfélagi líka og við erum öll hluti af samfélaginu,“ sagði Árni Oddur sem virtist einnig hafa skilning á því af hverju fyrirtæki sem standi vel hafi nýtt sér hlutabótaleiðina, enda hafi óvissan verið mikil. „Við verðum líka að hafa í huga að það er ógnarhraði í þessu. Þetta kemur rétt fyrir mánaðarmótin. Ef við horfum neðar í fyrirtækin, deildarstjórar hvers félags hugsar um sína deild en þegar við erum á neyðarstigi með land, fyrirtæki, þá þarf að breyta ákvörðunartökum svolítið öðruvísi,“ sagði Árni Oddur. Þar þyrftu forstjórar og stjórn að stíga inn og standast freistinguna að nýta hlutabótaleiðina, og vera skapandi í hugsun. „Forstjóri og stjórnin þurfa að vera svolítið í hvers manns koppi. Við, til dæmis þjónustumenn okkar, geta ekki farið út af örkinni núna og þá er ákaflega freistandi að sækja í hlutabótaleið þar en það er hægt að gera ýmislegt annað. Það er hægt að fara í endurmenntun. Það er hægt að fara inn í verksmiðjurnar og hjálpa sínum kollegum í verksmiðjunum.“ „Enda þegar þetta snýr við af ógnarkrafi þá þurfum við að biðja skrifstofufólkið okkar að fara með þjónustufólki út af örkinni. Ég er í rauninni ekki að hnýta í, heldur ég er að segja að tilgangur hlutabótaleiðarinnar var alveg skýr. Hann var til að hjálpa fyrirtækjum í alvarlegum rekstrarvanda þó að síðan skrifað inn í heimasíðu Vinnumálastofnunar sé til að bregðast við tekjufalli.“ Hlusta má á viðtalið við Árna Odd hér að ofan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Vinnumarkaður Markaðir Hlutabótaleiðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Árna Odd í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu sem hlusta má á hér að neðan. Farið var yfir stöðu Marels, viðbrögð fyrirtækisins við kórónuveirufaraldrinum og hverjar framtíðarhorfur fyrirtækisins. Talið barst einnig að hlutabótaleiðinni svokölluðu og umræðu um hana og var Árni Oddur spurður að því hvort að Marel hafi nýtt sér þá leið. „Til að taka af allan vafa hefur Marel ekki nýtt sér neinar slíkar leiðir og ætlar ekki að gera það, að minnsta kosti á meðan staðan er svona góð hjá okkur,“ sagði Árni Oddur. Talið barst einnig að öðrum fyrirtækjum sem nýtt hafa sér hlutabótaleiðina, en hávær umræða hefur skapast um fyrirtæki á borð við Össur, Haga, Festi og Skeljung, fyrirtæki sem standa að flestu leyti vel og hafa sum hver nýlega greitt út arð eða keypt eigin bréf. „Förum svo í hvað er ríkissjóður. Ríkissjóður er ég, þú og allir í landinu. Förum svo í frumvarpið um hlutabótaleiðina. Þó að stendur í hlutabótaleiðina að þetta sé til þess að verja tekjufalli þá stóð þar fyrir fyrirtæki í alvarlegrum rekstravanda. Það virðist hins vera að sum fyrirtæki sem eru alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, heldur eru að reyna að bjarga ársfjórðungsuppgjörum sínum til að ganga í augun á fjárfestum hafi verið að nota hlutabótaleiðina. Tilgangurinn var ekki þannig,“ sagði Árni Oddur. Betra að hafa almennt kerfi en samfélagsleg ábyrgð verði að koma inn Sagði Árni að fyrirtæki sem standi vel verði að sýna af sér samfélagslega ábyrgð þegar staðan sé eins og raun beri vitni í þjóðfélaginu. Það væri algjörlega rangt að greiða út arð eða kaupa eigin bréf þegar væri verið að ganga til „elsku mömmu, ríkisins.“ „Við verðum að sýna samfélagslega ábyrgð í þessu og ég get ekki annað sagt að það er betra að hafa almennt kerfi eins og ríkið gerði sem gagnast meginþorra fyrirtækja einn, tveir og þrír. Vegna þess að það er ekkert gagn í að við séum að þvælast fram og til baka og komum með þetta þremur mánuðum of seint. Hins vegar samfélagsábyrgð, menn verða að sýna hana,“ sagði Árni. Þú ert náttúrúlega að hnýta þarna all hressilega í kollega þína marga? „Ég er ekki að hnýta í þá vegna þess að ég skoðaði þetta sjálfur hjá okkur,“ sagði Árni Oddur sem var þá minntur á orð hans fyrr í þættinum um að svo virðist sem að einhver fyrirtæki hafi nýtt hlutabótaleiðina til að fegra árshlutauppgjör. „Það lítur þannig út og ég held að ég sé ekkert að hnýta í kollega mína. Ég er hluti af samfélagi líka og við erum öll hluti af samfélaginu,“ sagði Árni Oddur sem virtist einnig hafa skilning á því af hverju fyrirtæki sem standi vel hafi nýtt sér hlutabótaleiðina, enda hafi óvissan verið mikil. „Við verðum líka að hafa í huga að það er ógnarhraði í þessu. Þetta kemur rétt fyrir mánaðarmótin. Ef við horfum neðar í fyrirtækin, deildarstjórar hvers félags hugsar um sína deild en þegar við erum á neyðarstigi með land, fyrirtæki, þá þarf að breyta ákvörðunartökum svolítið öðruvísi,“ sagði Árni Oddur. Þar þyrftu forstjórar og stjórn að stíga inn og standast freistinguna að nýta hlutabótaleiðina, og vera skapandi í hugsun. „Forstjóri og stjórnin þurfa að vera svolítið í hvers manns koppi. Við, til dæmis þjónustumenn okkar, geta ekki farið út af örkinni núna og þá er ákaflega freistandi að sækja í hlutabótaleið þar en það er hægt að gera ýmislegt annað. Það er hægt að fara í endurmenntun. Það er hægt að fara inn í verksmiðjurnar og hjálpa sínum kollegum í verksmiðjunum.“ „Enda þegar þetta snýr við af ógnarkrafi þá þurfum við að biðja skrifstofufólkið okkar að fara með þjónustufólki út af örkinni. Ég er í rauninni ekki að hnýta í, heldur ég er að segja að tilgangur hlutabótaleiðarinnar var alveg skýr. Hann var til að hjálpa fyrirtækjum í alvarlegum rekstrarvanda þó að síðan skrifað inn í heimasíðu Vinnumálastofnunar sé til að bregðast við tekjufalli.“ Hlusta má á viðtalið við Árna Odd hér að ofan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Vinnumarkaður Markaðir Hlutabótaleiðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira