Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2020 22:30 Hrísey virðist vera vannýttur ferðamannastaður Vísir/Friðrik Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“ Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar og undanfarin ár hafa Hríseyingar byggt þar upp ferðaþjónustu og alltaf náð meiri og meiri árangri. „Við erum búin að vera starfandi Ferðamálafélagið í fimmtán ár og erum núna að sjá raunverulegan áhuga á Hrísey, samkvæmt könnunum sem við höfum verið að gera,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Uppskera átti þennan árangur í sumar, en svo skall kórónuveirufaraldurinn á. Erlent skemmtiferðaskip ætlaði að koma í eyjuna í tólf skipti. Því hefur verið frestað um eitt ár, þó að það sé bót í máli að fyrirtækið sem rekur skipið er búið er að panta meiri þjónustu frá Hríseyingum næsta sumar en áætlað var í sumar. Linda María Ásgeirsdóttir er formaður Ferðamálafélags Hríseyjar.Vísir/Tryggvi „Auðvitað er þetta stór biti, við verðum bara að kyngja því og sækja á íslenskan markað eins og allir aðrir,“ segir Linda María. Þannig hefur til dæmis verið óskað eftir því að Akureyrarbær, sem Hrísey er hluti af, bjóði landsmönnum frítt í Hríseyjarferjuna í einn mánuð í sumar. „Það er svona okkar hugmynd eða sýn að við náum þannig fólki því að samkeppnin verður náttúrúlega svakaleg. Ef við fengjum gott start þá held ég að við værum nokkuð góð að fá fólk að bíta á agnið að koma, þá spyrst það út og við eigum helling inni, Hrísey á helling inni í ferðaþjónustunni,“ segir Linda María. Það var snjókoma í Hrísey þegar fréttamaður leit við þar á dögunum, en Hríseyingar treysta á góða veðrið í sumar. „Við ætlum ekki að hafa svona veður í sumar, já er það ekki. Erum við ekki þannig Íslendingar. Við ferðumst eftir veðri en ég veit það ekki kannski verður það eitthvað öðruvísi eftir alla þessa innilokun. Við þurfum virkilega bara að komast eitthvað út í víðáttuna og breyta til og svona.“ Og Hrísey er ákjósanlegur kostur í það? „Hrísey er góður kostur í það því hér er náttúrulega fámenni, þú ert ekki hérna í troðningi.“
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Hrísey Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira