Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 20:45 Frá mótmælum í Stuttgart gegn takmörkunum vegna faraldursins. Mótmælendurnir telja þær brjóta stjórnarskrárvarin réttindi þeirra um samkomu- og trúfrelsi. Vísir/EPA Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina. Tilkynnt var um tilslakanir á smitvarnaaðgerðum eftir fund Angelu Merkel kanslara og sambandslandsstjóra á miðvikudag. Leyft var að opna allar verslanir, skóla smám saman og atvinnumannadeildir í knattspyrnu fengu grænt ljós á að hefja deildarkeppnir sínar aftur. Nú segir Robert Koch-lýðheilsustofnunin að smitstuðull kórónuveirunnar sé kominn yfir einn og nýjum smitum fari því fjölgandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til þess að halda faraldri í skefjum er miðað við að stuðullinn þurfi að vera undir einum. Fylgjast verði grannt með þróuninni næstu daga. Sumir eru þó óþreyjufullir eftir að lífið komist aftur í fyrra horf. Þannig mótmæltu þúsundir manna takmörkunum vegna faraldursins og kröfðust þess að stjórnvöld afléttu þeim algerlega víða um landið í gær. Um þrjátíu manns voru handteknir fyrir utan Ríkisdaginn í Berlín fyrir að hlíða ekki fyrirmælum um félagsforðun. Öfgahægrihópar og samsæriskenningasinnar eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælunum. Þrátt fyrir að fjöldi smita í Þýskalandi sé sá sjöundi hæsti í heiminum hafa viðbrögð þýskra stjórnvalda við faraldrinum verið lofuð. Umfangsmikil skimun hefur farið fram og útgöngubann hefur leitt til þess að mun færri hafa látist í Þýskalandi en í öðrum Evrópulöndum. Nú hafa 7.395 látist og rúmlega 169.000 smit greinst. Fjöldi ríkja er nú byrjaður að slaka á takmörkunum sem komið var á til að hefta útbreiðslu faraldursins, þar á meðal Ísland. Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að farið verði of geist í að aflétta aðgerðum því þá sé hætta á að faraldurinn blossi upp aftur.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Leyft að opna allar verslanir í Þýskalandi Öllum takmörkunum á verslanir sem hafa verið í gildi í kórónuveirufaraldrinum verður aflétt með samkomulagi sem þýska ríkisstjórnin hefur gert við sambandslandsstjórnirnar sextán. Félagsforðun verður áfram í gildi í annan mánuð en slakað verður á ýmsum þáttum hennar. 6. maí 2020 15:43