Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:14 Tuttugu starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru í sóttkví. Óskað hefur verið eftir að fólki í bakvarðasveit. Vísir/Samúel Karl Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira