Næsti Eyjafjallajökull? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 11. maí 2020 11:30 Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið? Núna stefnir Ísland í sína mestu kreppu í 100 ár. Því skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar og hugsa stórt. Hvað getur hjálpað okkur upp úr þessum öldudal? Eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna sem hingað streymdu í milljónum. Þetta eldgos skipti okkur geysimiklu máli. Einnig ákvað makríllinn að synda hingað til lands vegna hækkunar hitastigs sjávar og skipti það einnig miklu máli. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos eða flakkandi fiskistofn. Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Fimmföldum kvikmyndasjóð Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða. Það er dropi í haf ríkisfjármálanna þessa dagana. Við þurfum einnig að stórauka endurgreiðslur vegna kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Nú má endurgreiða úr ríkissjóði 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Endurgreiðslukerfið okkar hefur laðað hingað mörg stór verkefni og býr þannig til mun meiri pening en það sem það kerfi kostar. Það var skrýtin pólitík að skera niður fjárhæðir í endurgreiðslurnar um 30% í síðustu fjárlögum. Ég legg því til endurgreiðslurnar verði hækkaðar mikið. Mjög mikið. Ríkið mun verja allt að 50 milljörðum kr. í atvinnuleysisbætur á árinu, 38 milljarða kr. í hlutabótaleiðina og 25 milljarða kr. til viðbótar til að niðurgreiða uppsagnir fyrirtækja. Þetta eru yfir 110 milljarðar kr. Í þessu sambandi höfum við vel efni á að veðja á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn sem til viðbótar býr til skattpeninga á móti. Býr til peninga Með gríðarlegri innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst á landsbyggðinni og í þeim geirum sem núna þjást hvað mest. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og sjónvarpsefnis sem þar er tekið. Kvikmyndaiðnaðurinn er næsti Eyjafjallajökull. Kvikmyndaiðnaðurinn er makríll framtíðarinnar. Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er risastór á heimsvísu og við þurfum aðeins brot af honum til að koma okkur upp úr þessari kreppu. Önnur ríki hafa áttað sig á þessu og reyna stöðugt að laða slík verkefni til sín. Þarf að vera í næsta pakka Netflix hefur nú gefið út að Ísland sé eitt af fáum ríkjum heims sem er nú opið fyrir tökum þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Slík yfirlýsing skiptir miklu máli. En það þarf að bregðast hratt við slíku. Ég legg því til að í næsta „aðgerðarpakka“ ríkisstjórnarinnar verði kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í forgangi. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum pening til að búa til pening. Og búum til list og afþreyingu á heimsmælikvarða um leið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun