Samkeppnishæfni! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. maí 2020 13:50 Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar