Segir Obama hafa átt að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 12:18 Mitch McConnell, Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Epa Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna. McConnell segir að Obama hefði átt að halda kjafti. „Mér finnst það taktlaust, svo satt skal segja, að gagnrýna ríkisstjórn sem kemur á eftir þér,“ sagði McConnell í samtali við Löru Trump, tengdadóttur forsetans, sem sýnt var af forsetaframboði Trump. „Þú fékkst þitt tækifæri, þú varst þarna í átta ár,“ sagði McConnell. Hann sagði eðlilegt að Obama væri ósammála því sem Trump væri að gera en vísaði til hefðar sem Bush-feðgarnir mynduðu, um að gagnrýna ekki þá sem taka við sem forsetar, og sagði að Obama hefði átt að fylgja henni. Það væri góð hefð. Obama hefur nokkrum sinnum gagnrýnt Trump. Til að mynda þegar Trump felldi niður DACA og þegar Trump bannaði í fyrsta sinn fólki frá löndum þar sem múslímar eru í meirihluta að ferðast til Bandaríkjanna. Sagði viðbrögðin óreiðukennd Á fjarfundi með fyrrverandi starfsmönnum sínum í Hvíta húsinu sagði Obama að viðbrögð Trump við faraldrinum hafi verið óreiðukennd. Þeim ummælum var svo lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Obama hefur ekkert tjáð sig um það að Trump hafi ítrekað ranglega kennt forsetanum fyrrverandi um það hve illa faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á Bandaríkjunum. Meðal annars hefur Trump gagnrýnt Obama fyrir að hafa skilið eftir sig próf sem virkuðu ekki gegn Covid-19, sjúkdómnum sem varð til í lok síðasta árs. McConnell sló á svipaða strengi og sagði að ríkisstjórn Obama hefði ekki skilið eftir neinar áætlanir eða birgðir og tól fyrir ríkisstjórn Trump varðandi mögulega faraldra sem þennan. Það er fjarri því að vera sannleikanum samkvæmt. We literally left them a 69-page Pandemic Playbook.... that they ignored And an office called the Pandemic Preparedness Office... that they abolished. And a global monitoring system called PREDICT .. that they cut by 75% https://t.co/OD94v0UI4n— Ronald Klain (@RonaldKlain) May 12, 2020 Fyrrverandi starfsmenn Obama í Hvíta húsinu hafa ítrekað sagt frá áætlunum sem skildar voru eftir og ekki var farið eftir. Þá voru reglugerðir sem Obama bjó til og áttu að nýtast í tilfellum sem um hér ræðir felldar niður. Árið 2015 stofnaði Obama sérstakt viðbragðsteymi gegn faröldrum innan þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Það ráð var fellt niður árið 2018 og meðlimir þess reknir eða færðir í aðrar stöður. Þá hafði John Bolton tekið við sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump af Tom Bossert. Bossert hafði kallað eftir umfangsmiklum viðbragðsáætlunum við faröldrum og efnavopnaárásum. Ekkert varð af því. Vill rannsaka Obama Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað gefið í skyn að tilefni sé til að rannsaka störf Obama í Hvíta húsinu og jafnvel sakað forsetann fyrrverandi um að beita sér gegn framboði Trump. Hann hefur varið miklum tíma í að ýta undir myllumerkið #Obamagate og sakaði Obama um helgina um að hafa framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Þegar Trump var spurður að því hvaða glæp Obama átti að hafa framið sagði hann alla vita það, án þess þó að nefna það. „Þið vitið hver glæpurinn er. Glæpurinn er öllum augljós, þið þurfið bara að lesa dagblöðin,“ sagði Trump. .@PhilipRucker: You appeared to accuse Obama of a crime yesterday. What did he do?TRUMP: "Obamagate." RUCKER: What is the crime?TRUMP: "You know what the crime is. The crime is very obvious to everybody." pic.twitter.com/EUueidNwGp— Aaron Rupar (@atrupar) May 11, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira