Mygluskáli Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kristmann Magnússon og Björn Hjartarson skrifa 12. maí 2020 15:00 Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun