Mygluskáli Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kristmann Magnússon og Björn Hjartarson skrifa 12. maí 2020 15:00 Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar