Ekki hægt að æfa frjálsar utanhúss í Reykjavík: „Afleiðing ákvarðanaleysis“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 22:00 Miklar skemmdir eru á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli eftir veturinn. MYND/STÖÐ 2 SPORT Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjá meira
Ekki er hægt að stunda frjálsar íþróttir utanhúss í Reykjavík í dag svo að vel sé. Eina hlaupabrautin í borginni, á Laugardalsvelli, er ónýt eftir veturinn og tafir hafa orðið á því að nýr völlur í Mjódd verði tilbúinn. Í Sportinu í dag voru sýndar þær miklar skemmdir sem orðið hafa á hlaupabrautinni á Laugardalsvelli en Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, benti á að brautin væri svo sannarlega komin til ára sinna: „Það er bara staðreynd að þessi tartanbraut er lögð 1992 og það þyrfti að vera eitthvað kraftaverk ef það væri ekki farið að sjást á þessu. Það er búin að vera þessi umræða í öll þessi ár [um nýjan frjálsíþróttaleikvang] en alltaf verið að fresta, þannig að það hafa aldrei komið alvöru endurbætur á þessu undirlagi. Svo gerist það í vetur að efnið lyftist eftir að hafa frosið, og þegar farið er með vélar yfir það þá flettist það bara af. Það er enginn ásetningur þarna, þetta er bara afleiðing skipulags eða ákvarðanaleysis,“ sagði Freyr. En hvað gera þá Aníta Hinriksdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og annað reykvískt frjálsíþróttafólk sem vill æfa utanhúss í dag? „Það er frábær spurning. Heyrðu, ég ætla að fara út á æfingu á eftir. Ég get það ekki í Reykjavík,“ sagði Freyr en bætti við að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur væri þó að vinna í því að laga Laugardalsvöll. „Fram undan eru endurbætur þar sem að verður eftir því sem að mér skilst skipt alveg um efni á 150 metrum (af 400 metra hlaupabraut). Það eru mestu endurbætur á þessum velli frá árinu 1992,“ sagði Freyr. Vandamálið væri minna ef að nýr frjálsíþróttavöllur í Mjódd væri tilbúinn en svo er ekki: „Þar urðu „framkvæmdavandræði“ þegar að leggja átti efnið vegna þess að malbikið undir uppfyllti ekki staðla. Ef að það hefði ekki komið upp á þá væri núna glæsilegur frjálsíþróttavöllur í Mjódd. Ég ætla ekki að benda á það hverjum þetta er nákvæmlega að kenna en þetta er staðan. En ÍTR vinnur mjög vel og reynir að hjálpa okkur með þessar aðstæður, og munu reyna að hleypa fólki inn á Laugardalsvöll þar sem verður búið að afmarka hvar slysahætta er, þangað til að búið er að endurbæta brautirnar,“ sagði Freyr. Klippa: Sportið í dag - Vantar frjálsíþróttavöll í Reykjavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Reykjavík Sportið í dag Laugardalsvöllur Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjá meira