Segir að það sé ekki vænlegt fyrir Everton að selja Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi tækifæri til að komast aftur á skrið og fara að skora og leggja upp mörk fyrir Everton liðið. Hér fagnar hann marki í fyrra. Getty/Dan Mullan Gamall enskur landsliðsmarkvörður hefur skoðun á stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton og er sannfærður um að Everton vilji ekki selja íslenska lanssliðsmanninn fyrir miklu minna en liðið keypti hann á. Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, vill þess í stað að Carlo Ancelotti færi Gylfa Þór Sigurðsson aftur framar á völlinn. Robinson spáir því að Everton muni ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson í sumar eins og enskir fjölmiðlar hafa skrifað svo mikið um að undanförnu. Exclusive: Pundit claims Everton facing huge loss on '£50m+' signing - https://t.co/uEI57n8Pjt #EvertonFC #EFC— Toffee News (@TOFnews) May 11, 2020 „Ancelotti hefur verið sanngjarn og gefið leikmönnum Everton tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann hefur leyft þeim að fá hálft tímabil og lét leikmannamarkaðinn alveg vera í janúar. Hann mun örugglega skoða vel hvað hann er með í höndunum,“ sagði Paul Robinson við Dylan Childs hjá Football Insider. Gylfi er enn dýrasti leikmaður í sögu Everton en félagið borgar 45 milljónir fyrir hann í september 2017. „Þeir borguðu eitthvað um 50 milljónir punda fyrir hann, en ég held að þeir muni ekki fá nálægt þeirri upphæð ef þeir reyna að selja hann núna. Það er eitthvað sem knattspyrnustjórinn verður að skoða," sagði Robinson við Dylan Childs hjá Football Insider. Gylfi hefur aðeins skorað eitt mark og fengið skráðar tvær stoðsendingar á þessu tímabili sem er mikið ekki síst þar sem hann var með 13 mörk og 6 stoðsendingar á tímabilinu á undan. ?? How do you get the best out of Gylfi Sigurdsson? #EFC— The-Toffees (@thetoffees_com) May 8, 2020 „Það er enginn vafi um að það eru mikil gæði í honum. Hann er marksækinn sóknarmiðjumaður og ef þú spilar honum framarlega á vellinum þá getur hann enn skilað sínu," sagði Robinson. Gylfi verður 31 árs seinna á þessu ári en samningur hans við Everton rennur út eftir tvö ár. „Ég býst við því að hann verði áfram því það er ekki vænlegt fjárhagslega fyrir Everton að selja hann á mikið lægri upphæð en hann var keyptur fyrir." Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Gamall enskur landsliðsmarkvörður hefur skoðun á stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton og er sannfærður um að Everton vilji ekki selja íslenska lanssliðsmanninn fyrir miklu minna en liðið keypti hann á. Paul Robinson, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, vill þess í stað að Carlo Ancelotti færi Gylfa Þór Sigurðsson aftur framar á völlinn. Robinson spáir því að Everton muni ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson í sumar eins og enskir fjölmiðlar hafa skrifað svo mikið um að undanförnu. Exclusive: Pundit claims Everton facing huge loss on '£50m+' signing - https://t.co/uEI57n8Pjt #EvertonFC #EFC— Toffee News (@TOFnews) May 11, 2020 „Ancelotti hefur verið sanngjarn og gefið leikmönnum Everton tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann hefur leyft þeim að fá hálft tímabil og lét leikmannamarkaðinn alveg vera í janúar. Hann mun örugglega skoða vel hvað hann er með í höndunum,“ sagði Paul Robinson við Dylan Childs hjá Football Insider. Gylfi er enn dýrasti leikmaður í sögu Everton en félagið borgar 45 milljónir fyrir hann í september 2017. „Þeir borguðu eitthvað um 50 milljónir punda fyrir hann, en ég held að þeir muni ekki fá nálægt þeirri upphæð ef þeir reyna að selja hann núna. Það er eitthvað sem knattspyrnustjórinn verður að skoða," sagði Robinson við Dylan Childs hjá Football Insider. Gylfi hefur aðeins skorað eitt mark og fengið skráðar tvær stoðsendingar á þessu tímabili sem er mikið ekki síst þar sem hann var með 13 mörk og 6 stoðsendingar á tímabilinu á undan. ?? How do you get the best out of Gylfi Sigurdsson? #EFC— The-Toffees (@thetoffees_com) May 8, 2020 „Það er enginn vafi um að það eru mikil gæði í honum. Hann er marksækinn sóknarmiðjumaður og ef þú spilar honum framarlega á vellinum þá getur hann enn skilað sínu," sagði Robinson. Gylfi verður 31 árs seinna á þessu ári en samningur hans við Everton rennur út eftir tvö ár. „Ég býst við því að hann verði áfram því það er ekki vænlegt fjárhagslega fyrir Everton að selja hann á mikið lægri upphæð en hann var keyptur fyrir."
Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira