Viðskipti erlent

Starfsmenn Twitter fá að vinna heima um ókomna tíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars.
Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars. Getty/Omar Marques

Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu fá að vinna heima um ókomna tíð kjósi þeir það.

Þetta tilkynnti forstjóri fyrirtækisins, Jack Dorsey, í tölvupósti til starfsmanna í gær og talsmaður Twitter staðfesti fréttirnar í samtali við Guardian.

Talsmaðurinn segir að fyrirtækið hafi verið eitt af þeim fyrstu til að gefa starfsmönnum kost á því að vinna að heiman vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við vorum í einstakri stöðu til að bregðast hratt við og leyfa starfsmönnum að vinna heima vegna áherslu okkar á sem minnsta miðstýringu og stuðning við starfsfólk sem er víða og getur unnið hvar sem er,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins.

Síðustu mánuðir hafi sýnt að Twitter geti látið þetta ganga upp.

„Þannig að ef að starfsmenn okkar eru i þannig hlutverki og aðstöðu sem gerir þeim kleift að vinna heima, og þeir vilja halda því áfram um ókomna tíð, þá munum við láta það gerast.“

Höfuðstöðvar Twitter eru í San Fransisco í Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×