Sleppa söluþóknun og lækka verð á ferðum um allt að 50 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 14:24 Einar Þór Gústafsson hjá Getlocal. aðsend Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira