Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 15:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið miklum tíma á Twitter síðustu daga. Þar hefur hann meðal annars sakað þáttastjórnanda um morð og fjölmarga pólitíska andstæðinga sína um allskonar glæpi. Allt frá njósnum í að spilla kosningum. Frá því á sunnudaginn og til gærdagsins hefur forsetinn sakað minnst tuttugu manneskjur og samtök um glæpi. Hann varði fleiri tístum í þessa meintu glæpi en hann varði í faraldur nýju kórónuveirunnar. Minnst 82.461 hefur dáið vegna faraldursins í Bandaríkjunum og tugir milljóna hafa misst vinnuna. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Trump eru Barack Obama, forveri hans, sem Trump sakaði um „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“. Hann hefur ekki getað útskýrt nánar hvað hann á við að öðru leyti en að glæpurinn sé öllum augljós. Trump beindi tístum sínum einnig að tveimur þáttastjórnendum, einum grínista, minnst fimm fyrrverandi starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytisins, Kaliforníu, sjónvarpsstöð og minnst fimm embættismönnum úr ríkisstjórn Obama, samkvæmt talningu Washington Post. Í einu tístanna sakaði hann þáttastjórnandann Joe Scarborough um morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. Aðstoarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. When will they open a Cold Case on the Psycho Joe Scarborough matter in Florida. Did he get away with murder? Some people think so. Why did he leave Congress so quietly and quickly? Isn’t it obvious? What’s happening now? A total nut job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Trump hefur ítrekað sakað andstæðinga sína um glæpi á undanförnum árum og kallað eftir því að þeir verði rannsakaðir og jafnvel sakfelldir án dóms og laga. Til marks um það má benda á það að þegar Michael Cohen, einkalögmaður Trump til margra ára, var dæmdur fyrir að brjóta lög varðandi fjármögnun kosningaframboða og bendlaði Trump við glæpinn, brást Trump við með að segja að yfirvöld ættu að rannsaka föður Cohen. Hann hefur líka ítrekað sakað aðila eins og James B. Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og hina ýmsu fjölmiðla um landráð. Trump og starfsmenn hans reyndu jafnvel að halda því fram að Nancy Pelosi hefði framið glæp þegar hún reif afrit af stefnuræðu forsetans í febrúar. Eins og bent er á í umfjöllun Politico notar Trump ásakanir sem þessar til að draga athyglina frá sjálfum sér og ásökunum í hans garð. Þetta hefur hann gert um árabil og margar af ásökunum hans hafa beinst gegn Obama.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira