Fjármálaráðherra segir sams konar flugfélag verða að rísa á rústum Icelandair fari félagið í þrot Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 19:20 Ferðaþjónustan á Íslandi sem og útflutningsaðilar eiga mikið undir leiðarkerfi Icelandair með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð í flugi á milli norður Ameríku og Evrópu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að ef ekki takist að bjarga Icelandair þurfi að byggja upp nýtt flugfélag sem geti sinnt því hlutverki sem flugfélagið sinni í dag með Keflavík sem miðstöð alþjóðaflugs. Formaður Viðreisnar lýsti þungum áhyggjum af framtíð Icelandair í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði út í stefnu stjórnvalda gagnvart stöðu Icelandair á Alþingi í dag. Vandinn sem nú væri við að glíma í efnahagsmálum væri ekki bara vandi ríkisstjórnarinnar heldur þjóðarinnar allrar enda hafi Viðreisn stutt allar aðgerðir stjórnvalda. Staða Icelandair væri flókin en öruggar samgöngur til og frá landinu væru lífæð þjóðarinnar. „Ef það verður brestur á framvindunni núna varðandi flugsamgöngur hvert er þá planið? Hvernig hyggst ríkisstjórnin þá stíga inn í til að tryggja þessi mikilvægu tengsl okkar Íslendinga við umheiminn?“ sagði Þorgerður Katrín. Leiðarkerfi Icelandair væri mjög mikilvægt bæði hvað varðaði útflutning og farþegaflutninga. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að veita Icelandair ríkisábyrgð með skilyrðum sem semja þyrfti um þegar stjórn fyrirtækisins hafi tekist að gera áætlun um endurskipulagningu á fjárhag félagsins.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áætlun stjórnvalda að styðja við alþjóðaflugvöll í Keflavík sem sinnti Atlantshafsflugi eins og Icelandair hefði gert í áratugi. Þar lægju verðmætin og enginn annar aðili hafi boðið sig fram til að sinna þessu hlutverki. Ólíklegt væri að erlendir aðilar reyndu að hlaupa í skarðið. Ef áætlanir Icelandair um endurskipulagningu rekstrarins gengju upp hafi ríkið því boðið ríkisábyrgð með skilyrðum. Takist það ekki sé komin upp ný staða. „Stóra verkefnið sem blasir hins vegar við okkur sameiginlega mistakist þessi tilraun er að byggja að nýju upp félag sem getur sinnt þessu mikilvæga hlutverki með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll um norður Atlantshafið. Það hljóta að koma margar sviðsmyndir til skoðunar í því samhengi og vonandi þá bornar uppi af þeim sem ætla að koma með fjármagn inn í það úr einkageiranum,“ sagði Bjarni Benediktsson Ferðamennska á Íslandi Icelandair Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að ef ekki takist að bjarga Icelandair þurfi að byggja upp nýtt flugfélag sem geti sinnt því hlutverki sem flugfélagið sinni í dag með Keflavík sem miðstöð alþjóðaflugs. Formaður Viðreisnar lýsti þungum áhyggjum af framtíð Icelandair í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði út í stefnu stjórnvalda gagnvart stöðu Icelandair á Alþingi í dag. Vandinn sem nú væri við að glíma í efnahagsmálum væri ekki bara vandi ríkisstjórnarinnar heldur þjóðarinnar allrar enda hafi Viðreisn stutt allar aðgerðir stjórnvalda. Staða Icelandair væri flókin en öruggar samgöngur til og frá landinu væru lífæð þjóðarinnar. „Ef það verður brestur á framvindunni núna varðandi flugsamgöngur hvert er þá planið? Hvernig hyggst ríkisstjórnin þá stíga inn í til að tryggja þessi mikilvægu tengsl okkar Íslendinga við umheiminn?“ sagði Þorgerður Katrín. Leiðarkerfi Icelandair væri mjög mikilvægt bæði hvað varðaði útflutning og farþegaflutninga. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að veita Icelandair ríkisábyrgð með skilyrðum sem semja þyrfti um þegar stjórn fyrirtækisins hafi tekist að gera áætlun um endurskipulagningu á fjárhag félagsins.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áætlun stjórnvalda að styðja við alþjóðaflugvöll í Keflavík sem sinnti Atlantshafsflugi eins og Icelandair hefði gert í áratugi. Þar lægju verðmætin og enginn annar aðili hafi boðið sig fram til að sinna þessu hlutverki. Ólíklegt væri að erlendir aðilar reyndu að hlaupa í skarðið. Ef áætlanir Icelandair um endurskipulagningu rekstrarins gengju upp hafi ríkið því boðið ríkisábyrgð með skilyrðum. Takist það ekki sé komin upp ný staða. „Stóra verkefnið sem blasir hins vegar við okkur sameiginlega mistakist þessi tilraun er að byggja að nýju upp félag sem getur sinnt þessu mikilvæga hlutverki með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll um norður Atlantshafið. Það hljóta að koma margar sviðsmyndir til skoðunar í því samhengi og vonandi þá bornar uppi af þeim sem ætla að koma með fjármagn inn í það úr einkageiranum,“ sagði Bjarni Benediktsson
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56
„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56
Vilja tengja kaupaukakerfi flugmanna við rekstarárangur Icelandair Ein af tillögum Icelandair í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna er að kaupaukakerfi flugmanna verði breytt þannig að þeir fái hlutdeild í rekstarhagnaði Icelandair, frekar en en vegna stundvísi og lágmörkun eldsneytisnotkunar 13. maí 2020 10:38