Samningsaðilar finni til ábyrgðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 19:40 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Friðrik Þór Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira