Engin sértæk þjónusta lengur fyrir börn alkóhólista Kobrún Baldursdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:42 Sálfræðingunum hjá SÁÁ hefur verið sagt upp og ætla ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins og sálfræðingur, þess vegna að leggja aftur fram tillögu í borgarstjórn um að stofna sértæka stuðningsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Tillagan var lögð fram 16. nóvember en vísað frá. Þessum börnum var aðallega sinnt af sálfræðingum SÁÁ og var langur biðlisti eftir þjónustunni. Nú er engin sértæk þjónusta lengur í boði fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Úrræði af þessu tagi þarf að standa öllum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda til boða án tillits til hvort barn búi hjá foreldrinu sem glímir við sjúkdóminn eða hefur umgengni við það, einnig án tillits til hvort þau eru sjálf metin í áhættuhópi eða ekki. Ekki ætti að vera þörf á tilvísun. Stuðningsþjónustunni yrði jafnframt ætlað að styðja við foreldrana með ráðgjöf og fræðslu eftir atvikum. Áhrif og afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma eða vímuefnaneyslu foreldris Börn alkóhólista og vímuefnaneytenda er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikið er rætt um. Þetta er oft falinn hópur. Mörg barnanna búa við aðstæður óöryggis, óvissu, ófyrirsjáanleika, ótta. Mikið og langvarandi álag og ábyrgð er oft langt umfram það sem aldur og þroski leyfir. Afleiðingarnar fyrir þennan hóp barna geta verið meðvirkni, sárar tilfinningar, brostnar vonir og sködduð sjálfsmynd. Enda þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í málaflokknum undanfarinn áratug ríkir enn þöggun og fordómar um alkóhólisma og neyslu vímuefna foreldris. Börn sem búa við vandann og eru hluti hans halda honum oft leyndum, vilja ekki tala um hann og vilja afneita honum. Meðvirkni er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista og eru börn þar engin undantekning. Dæmi um meðvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. Að alast upp í aðstæðum sem einkennast af meðvirkni getur leiður oft til þess að börnin verða meðvirk. Meðvirkni dregur úr færni barna að bregðast við áreiti samkvæmt innstu sannfæringu. Stuðningsnet og aðstoð frá fagaðila getur skipt sköpum þegar kemur að neikvæðum áhrifum og afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sértækt úrræði á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur styrkt SÁÁ um 19 m.kr. á ári. Hluti af þeim styrk var varið í þjónustu barna áfengis- og vímuefnaneytenda. Þar sem sú þjónusta er ekki lengur í boði og óvíst hvort og þá hvenær hún kemst á aftur hjá SÁÁ verður Reykjavíkurborg að axla þessa ábyrgð. Vissulega hefur þessum börnum verið sinnt af velferðaryfirvöldum borgarinnar en hér er lagt til að stofnað verði sértækt úrræði í anda þess sem SÁÁ rak. Barn sem fær tækifæri við öruggar aðstæður til að tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losað um djúpstæða vanlíðan og áhyggjur. Börnin fá fræðslu um að neysluvandi foreldrisins sé ekki á þeirra ábyrgð. Fræðsla getur stuðlað að því að barn geti hafnað tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphafi í lífi þeirra. Með stofnun sértæks stuðningsúrræðis á vegum Reykjavíkurborgar eyrnamerktum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda þar sem börnin geta komið á eigin forsendum án tilvísunar er verið að viðurkenna að börn alkóhólista sé skilgreindur hópur. Rjúfa þarf þagnarmúrinn sem umlykur börn í þessum aðstæðum. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Fíkn Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sálfræðingunum hjá SÁÁ hefur verið sagt upp og ætla ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins og sálfræðingur, þess vegna að leggja aftur fram tillögu í borgarstjórn um að stofna sértæka stuðningsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Tillagan var lögð fram 16. nóvember en vísað frá. Þessum börnum var aðallega sinnt af sálfræðingum SÁÁ og var langur biðlisti eftir þjónustunni. Nú er engin sértæk þjónusta lengur í boði fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Úrræði af þessu tagi þarf að standa öllum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda til boða án tillits til hvort barn búi hjá foreldrinu sem glímir við sjúkdóminn eða hefur umgengni við það, einnig án tillits til hvort þau eru sjálf metin í áhættuhópi eða ekki. Ekki ætti að vera þörf á tilvísun. Stuðningsþjónustunni yrði jafnframt ætlað að styðja við foreldrana með ráðgjöf og fræðslu eftir atvikum. Áhrif og afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma eða vímuefnaneyslu foreldris Börn alkóhólista og vímuefnaneytenda er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikið er rætt um. Þetta er oft falinn hópur. Mörg barnanna búa við aðstæður óöryggis, óvissu, ófyrirsjáanleika, ótta. Mikið og langvarandi álag og ábyrgð er oft langt umfram það sem aldur og þroski leyfir. Afleiðingarnar fyrir þennan hóp barna geta verið meðvirkni, sárar tilfinningar, brostnar vonir og sködduð sjálfsmynd. Enda þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í málaflokknum undanfarinn áratug ríkir enn þöggun og fordómar um alkóhólisma og neyslu vímuefna foreldris. Börn sem búa við vandann og eru hluti hans halda honum oft leyndum, vilja ekki tala um hann og vilja afneita honum. Meðvirkni er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista og eru börn þar engin undantekning. Dæmi um meðvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. Að alast upp í aðstæðum sem einkennast af meðvirkni getur leiður oft til þess að börnin verða meðvirk. Meðvirkni dregur úr færni barna að bregðast við áreiti samkvæmt innstu sannfæringu. Stuðningsnet og aðstoð frá fagaðila getur skipt sköpum þegar kemur að neikvæðum áhrifum og afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sértækt úrræði á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur styrkt SÁÁ um 19 m.kr. á ári. Hluti af þeim styrk var varið í þjónustu barna áfengis- og vímuefnaneytenda. Þar sem sú þjónusta er ekki lengur í boði og óvíst hvort og þá hvenær hún kemst á aftur hjá SÁÁ verður Reykjavíkurborg að axla þessa ábyrgð. Vissulega hefur þessum börnum verið sinnt af velferðaryfirvöldum borgarinnar en hér er lagt til að stofnað verði sértækt úrræði í anda þess sem SÁÁ rak. Barn sem fær tækifæri við öruggar aðstæður til að tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losað um djúpstæða vanlíðan og áhyggjur. Börnin fá fræðslu um að neysluvandi foreldrisins sé ekki á þeirra ábyrgð. Fræðsla getur stuðlað að því að barn geti hafnað tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphafi í lífi þeirra. Með stofnun sértæks stuðningsúrræðis á vegum Reykjavíkurborgar eyrnamerktum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda þar sem börnin geta komið á eigin forsendum án tilvísunar er verið að viðurkenna að börn alkóhólista sé skilgreindur hópur. Rjúfa þarf þagnarmúrinn sem umlykur börn í þessum aðstæðum. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun