Willum um 7-0 tapið gegn FH: „Veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 11:30 Úr leiknum fræga 2003. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Alþingismaðurinn Willum settist í stólinn hjá Rikka G í gær þar sem hann gerði upp leikmanna- og þjálfaraferilinn hingað til en Willum er nú ekki að þjálfa þar sem hann situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Silfurlið FH frá árinu 2003 skellti meisturum KR 7-0 í lokaumferðinni á Kaplakrikavelli og aðspurður um þann leik sagði Willum: „Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Það er skrýtið að segja það en við spiluðum kannski ekkert illa en það fór allt í markið. Þarna skipti ég út allri varnarlínunni og í bland við svekkelsið að falla út í bikar. Við fengum þetta allt í andlitið.“ „Þarna er enn ein lexían sem maður fær sem þjálfari. Þarna var verkefni mitt að halda mönnum á tánum sem mér tókst ekki.“ FH gekk svo á lagið næstu ár og varð Íslandsmeistari þrjú ár en hann segir að þeir hafi verið komnir með ansi gott lið þetta tímabilið. „FH var strax þetta tímabil með geysilega öflugt lið. Ég held að þeir hafi bara þurft þetta tímabil til þess að átta sig á því hvað þeir voru komnir með öflugt lið í hendurnar. Þeir voru komnir með Tommy Nielsen, Allan Borgvardt og gríðarlega öflugt lið. Að enda tímabilið svona hafi ekki skemmt fyrir þeim að fara inn í næsta tímabil þar sem þeir ná að landa titlinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Willum um 7-0 tapið gegn FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld KR FH Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að 7-0 tapið með KR gegn FH í lokaleik Íslandsmótsins 2003, þegar KR hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, sé ótrúlegur leikur. Hann segir KR-liðið ekki hafa spilað illa en allt hafi farið í netið. Alþingismaðurinn Willum settist í stólinn hjá Rikka G í gær þar sem hann gerði upp leikmanna- og þjálfaraferilinn hingað til en Willum er nú ekki að þjálfa þar sem hann situr á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Silfurlið FH frá árinu 2003 skellti meisturum KR 7-0 í lokaumferðinni á Kaplakrikavelli og aðspurður um þann leik sagði Willum: „Ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja um þennan leik. Þetta var alveg ótrúlegur leikur,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Það er skrýtið að segja það en við spiluðum kannski ekkert illa en það fór allt í markið. Þarna skipti ég út allri varnarlínunni og í bland við svekkelsið að falla út í bikar. Við fengum þetta allt í andlitið.“ „Þarna er enn ein lexían sem maður fær sem þjálfari. Þarna var verkefni mitt að halda mönnum á tánum sem mér tókst ekki.“ FH gekk svo á lagið næstu ár og varð Íslandsmeistari þrjú ár en hann segir að þeir hafi verið komnir með ansi gott lið þetta tímabilið. „FH var strax þetta tímabil með geysilega öflugt lið. Ég held að þeir hafi bara þurft þetta tímabil til þess að átta sig á því hvað þeir voru komnir með öflugt lið í hendurnar. Þeir voru komnir með Tommy Nielsen, Allan Borgvardt og gríðarlega öflugt lið. Að enda tímabilið svona hafi ekki skemmt fyrir þeim að fara inn í næsta tímabil þar sem þeir ná að landa titlinum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Willum um 7-0 tapið gegn FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld KR FH Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó