Sjúkraliðar í viðbragðsstöðu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 4. apríl 2020 13:46 Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun