Eiður einn sá besti sem Svíar misstu af – „Óskiljanlegt að þeir tækju ekki við honum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 17:00 Eiður Smári Guðjohnsen varð meðal annars Englandsmeistari með Chelsea og Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona eftir að Örebro ákvað að veðja ekki á hann. VÍSIR/EPA Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira