Fjölskyldan flutti heim frá New York: „Þetta hefur farið á versta veg“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 08:29 Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner. Vísir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira