Skaðaminnkun á tímum Covid Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 6. apríl 2020 12:00 Í miðjum Covid faraldri má ekki gleyma þeim þjóðfélagshópum sem eiga undir högg að sækja. Heimilislaust fólk með fíknivanda verður illa úti á tímum sem þessum. Fyrir skömmu kom frétt um það að kókaínskortur og morfínskortur væri á landinu. Margir hlógu að fréttinni eða tóku henni fagnandi. Vímuefnaskortur í landinu er hins vegar grafalvarlegt mál við nánari ígrundun. Þegar skortur verður á markaðnum þýðir það einfaldlega að markaðsverð á vímuefnum hækkar og að hættulegri efni fara frekar í umferð. Einstaklingar sem hafa þróað með sér alvarlegan fíknivanda hafa ekki þann valkost að hætta að nota vímuefni eða fara í ,,pásu" þegar markaðsverð hækkar og bíða þar til kreppa undirheimanna gengur yfir. Nú hugsa margir ef til vill af hverju geta þessir einstaklingar ekki bara hætt? Til grundvallar fíknivanda geta verið margar og flóknar ástæður. Þar má sem dæmi nefna heimilisleysi, áfallasögu og skort á viðeigandi stuðningi og meðferðarúrræðum en þegar öllu er á botninn hvolft, þá er staðreyndin sú að fólk með fíknivanda er veikt. Það velur sér enginn að vera langt leiddur af fíknivanda og þurfa að leggjast lágt til að redda sér næsta skammti. Eftirspurnin minnkar ekki, sama hvernig staðan er á framboðinu er. Afleiðingin er sú að hærra markaðsverð skilar sér í auknum afbrotum og hörku, einstaklingar verða útsettari fyrir ofbeldi og það verður bæði grófara og skaðlegra. Það sem við sjáum gerast núna í Covid faraldrinum er nákvæmlega þetta. Íbúar miðbæjarins hafa orðið varir við stigvaxandi slæmt ástand heimilislausra á svæðinu. Fólk með fíknivanda þarf að hafa meira fyrir því að forðast fráhvörf, örvæntingin eykst og harkið versnar. Meira er orðið um innbrot í bíla og tilraunir til innbrota í hús og verslanir. Bæði samfélagið og fólkið sjálft verður fyrir skaða. Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem vinna með fólki með þungan fíknivanda sjá til að mynda áberandi meira ofbeldi gagnvart konum með fíknivanda. Þær þurfa að leggja meira á sig til að fjármagna næsta skammt og ofbeldi gagnvart þeim hefur aukist. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er umtalsverður. Tökum einfalt dæmi. Ekki er óalgengt að manneskja með þungan fíknivanda þurfi að fjármagna neyslu sína upp á 20-40 þúsund krónur á dag. Segjum að manneskjan fjármagni þessa neyslu sína með innbrotum. Þýfi fer gjarnan á 15-20% af raungildi sínu, sem þýðir að hlutur að raunvirði 100 þúsund krónur fer á 15 þúsund krónur á svarta markaðnum. Manneskjan þarf því að stela hundruðum þúsunda króna virði af þýfi á dag til að ná að fjármagna neyslu sína. Þetta fjárhagslega tjón bera þeir sem fyrir barðinu verða, og tryggingafélögin. Segjum svo að lögreglan hefji rannsókn og þetta fari í gegnum dómskerfið. Greiða þarf laun lögreglumanna, lögfræðinga lögreglunnar, saksóknara og dómara - og starfsfólks allra þessara embætta. Sem dæmi þarf að greiða verjandanum einum frá 100 þúsund upp í nokkrar milljónir fyrir hvert mál sem fer fyrir dóm. Ef svo fólk er dæmt til afplánunar þá kostar fangelsisdvölin þjóðfélagið 34 þúsund krónur á dag (uppreiknað úr tölum frá árinu 2009). Veltum því aðeins fyrir okkur hvað hægt er að gera fyrir einstaklinginn fyrir 34 þúsund á dag annað en að læsa hann inni fyrir veikindi sín. Allt þetta er fjármagnað beint úr vasa skattgreiðenda. Aftur og aftur. Á meðan ítrekað hefur verið sýnt fram á árangursleysi þessarar refsistefnu. Það að refsa fólki til hlýðni er kostnaðarsamt, ómannúðlegt og gjörsamlega árangurslaust. Kostnaðurinn við að framfylgja refsistefnunni verður enn sárari þegar staðreyndin er sú að flest þau efni sem einstaklingar með þungan fíknivanda eru háð eru lögleg lyf (lyfseðilskyld lyf) og koma flest beint úr lyfjaskáp ríkisins eða eru innflutt til landsins úr lyfjaskápum annara ríkja . Þau efni sem algengust eru hér á landi hjá fólki með þungan fíknivanda eru lyfseðilsskyld lyf, s.s. Rítalín, OxyContin, Contalgin og benzódíasepin lyf. Með refsistefnu eru þau ansi dýrkeypt fyrir alla, bæði neytendann sjálfan og allt samfélagið. Það er því gríðarlega kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið að einstaklingar með langt leiddan fíknivanda hafi skertan aðgang að þeim lyfjum sem þeir eru háðir. Hvað er hægt að gera til að bregðast við þessu? Hvernig stemmum við stigu við þessum vanda og lágmörkum samfélagslegan skaða af þessu ástandi? Fyrst og fremst er mikilvægt að bjóða fólki með þungan fíknivanda aðgengi að viðhaldsmeðferð. Viðhaldsmeðferð er læknisfræðileg meðferð, oftast unnin í þverfaglegu teymi, þar sem fólk fær það lyf eða sambærilegt lyf við sem það hefur ánetjast, skrifað út af lækni og undir eftirliti, til að koma í veg fyrir fráhvörf og til að hjálpa fólki að ná andlegu og líkamlegu jafnvægi. Reynslan af viðhaldsmeðferð í þeim löndum sem veitir fólki gott aðgengi að henni, er að glæpir og ofbeldi minnka, ásamt því að lífsgæði einstaklinga og heilsa taka stakkaskiptum. Það opnast skyndilega á möguleika hjá fólki að eiga mannsæmandi líf þegar það þarf ekki lengur að berjast í bökkum og stunda afbrot hvern einasta dag til að fjármagna fíknivanda sinn. Viðhaldsmeðferð er lögleg hér á landi, og það eru mannréttindi og siðferðisleg ábyrgð okkar sem samfélags að halda utan um þá þjóðfélagsþegna okkar sem eru langt leiddir af fíknivanda. Þetta stríðir hins vegar gegn siðferðisvitund fólks sem hefur fengið þau skilaboð í gegnum ríkjandi orðræðu að vímuefnaánetjun sé valkostur, siðferðisgalli eða heilasjúkdómur þar sem eina ásættanlega meðferðin sé algjört fráhald vímuefna. Sú orðræða kemur beint frá stríðinu gegn fíkniefnum (sem er ekkert annað en stríð á hendur veiku fólki), og stenst ekki skoðun. Staðan er því sú að fáir fá viðhaldsmeðferð hér á landi, vegna þess að læknar sem eru nægilega framsýnir til að hafa kynnt sér rannsóknir og reynslu annarra þjóða af viðhaldsmeðferðum eru litnir hornauga af öðru heilbrigðisstarfsfólki og þurfa að sitja undir ásökunum frá eftirlitsstofnum á borð við Lyfjastofnun og Landlæknisembættinu. Nú á tímum Covid þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að fíknivandi fólks verður meiri og alvarlegri, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Það er því tilvalinn tímapunktur fyrir heilbrigðisstarfsfólk að kynna sér nú rannsóknir og reynslu annarra þjóða, og fara að bjóða sjúklingum sínum upp á viðhaldsmeðferðir í víðtækari mæli, fjölbreyttari meðferð og aðgengilegri þeim einstaklingum sem þurfa á henni að halda. Við sem samfélag þurfum að leggja úrelt siðferðisrök til hliðar og hafa vísindi og gagnrýndar aðferðir í forgangi. Það græða allir á því. F.h. Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar, samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í miðjum Covid faraldri má ekki gleyma þeim þjóðfélagshópum sem eiga undir högg að sækja. Heimilislaust fólk með fíknivanda verður illa úti á tímum sem þessum. Fyrir skömmu kom frétt um það að kókaínskortur og morfínskortur væri á landinu. Margir hlógu að fréttinni eða tóku henni fagnandi. Vímuefnaskortur í landinu er hins vegar grafalvarlegt mál við nánari ígrundun. Þegar skortur verður á markaðnum þýðir það einfaldlega að markaðsverð á vímuefnum hækkar og að hættulegri efni fara frekar í umferð. Einstaklingar sem hafa þróað með sér alvarlegan fíknivanda hafa ekki þann valkost að hætta að nota vímuefni eða fara í ,,pásu" þegar markaðsverð hækkar og bíða þar til kreppa undirheimanna gengur yfir. Nú hugsa margir ef til vill af hverju geta þessir einstaklingar ekki bara hætt? Til grundvallar fíknivanda geta verið margar og flóknar ástæður. Þar má sem dæmi nefna heimilisleysi, áfallasögu og skort á viðeigandi stuðningi og meðferðarúrræðum en þegar öllu er á botninn hvolft, þá er staðreyndin sú að fólk með fíknivanda er veikt. Það velur sér enginn að vera langt leiddur af fíknivanda og þurfa að leggjast lágt til að redda sér næsta skammti. Eftirspurnin minnkar ekki, sama hvernig staðan er á framboðinu er. Afleiðingin er sú að hærra markaðsverð skilar sér í auknum afbrotum og hörku, einstaklingar verða útsettari fyrir ofbeldi og það verður bæði grófara og skaðlegra. Það sem við sjáum gerast núna í Covid faraldrinum er nákvæmlega þetta. Íbúar miðbæjarins hafa orðið varir við stigvaxandi slæmt ástand heimilislausra á svæðinu. Fólk með fíknivanda þarf að hafa meira fyrir því að forðast fráhvörf, örvæntingin eykst og harkið versnar. Meira er orðið um innbrot í bíla og tilraunir til innbrota í hús og verslanir. Bæði samfélagið og fólkið sjálft verður fyrir skaða. Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem vinna með fólki með þungan fíknivanda sjá til að mynda áberandi meira ofbeldi gagnvart konum með fíknivanda. Þær þurfa að leggja meira á sig til að fjármagna næsta skammt og ofbeldi gagnvart þeim hefur aukist. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er umtalsverður. Tökum einfalt dæmi. Ekki er óalgengt að manneskja með þungan fíknivanda þurfi að fjármagna neyslu sína upp á 20-40 þúsund krónur á dag. Segjum að manneskjan fjármagni þessa neyslu sína með innbrotum. Þýfi fer gjarnan á 15-20% af raungildi sínu, sem þýðir að hlutur að raunvirði 100 þúsund krónur fer á 15 þúsund krónur á svarta markaðnum. Manneskjan þarf því að stela hundruðum þúsunda króna virði af þýfi á dag til að ná að fjármagna neyslu sína. Þetta fjárhagslega tjón bera þeir sem fyrir barðinu verða, og tryggingafélögin. Segjum svo að lögreglan hefji rannsókn og þetta fari í gegnum dómskerfið. Greiða þarf laun lögreglumanna, lögfræðinga lögreglunnar, saksóknara og dómara - og starfsfólks allra þessara embætta. Sem dæmi þarf að greiða verjandanum einum frá 100 þúsund upp í nokkrar milljónir fyrir hvert mál sem fer fyrir dóm. Ef svo fólk er dæmt til afplánunar þá kostar fangelsisdvölin þjóðfélagið 34 þúsund krónur á dag (uppreiknað úr tölum frá árinu 2009). Veltum því aðeins fyrir okkur hvað hægt er að gera fyrir einstaklinginn fyrir 34 þúsund á dag annað en að læsa hann inni fyrir veikindi sín. Allt þetta er fjármagnað beint úr vasa skattgreiðenda. Aftur og aftur. Á meðan ítrekað hefur verið sýnt fram á árangursleysi þessarar refsistefnu. Það að refsa fólki til hlýðni er kostnaðarsamt, ómannúðlegt og gjörsamlega árangurslaust. Kostnaðurinn við að framfylgja refsistefnunni verður enn sárari þegar staðreyndin er sú að flest þau efni sem einstaklingar með þungan fíknivanda eru háð eru lögleg lyf (lyfseðilskyld lyf) og koma flest beint úr lyfjaskáp ríkisins eða eru innflutt til landsins úr lyfjaskápum annara ríkja . Þau efni sem algengust eru hér á landi hjá fólki með þungan fíknivanda eru lyfseðilsskyld lyf, s.s. Rítalín, OxyContin, Contalgin og benzódíasepin lyf. Með refsistefnu eru þau ansi dýrkeypt fyrir alla, bæði neytendann sjálfan og allt samfélagið. Það er því gríðarlega kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið að einstaklingar með langt leiddan fíknivanda hafi skertan aðgang að þeim lyfjum sem þeir eru háðir. Hvað er hægt að gera til að bregðast við þessu? Hvernig stemmum við stigu við þessum vanda og lágmörkum samfélagslegan skaða af þessu ástandi? Fyrst og fremst er mikilvægt að bjóða fólki með þungan fíknivanda aðgengi að viðhaldsmeðferð. Viðhaldsmeðferð er læknisfræðileg meðferð, oftast unnin í þverfaglegu teymi, þar sem fólk fær það lyf eða sambærilegt lyf við sem það hefur ánetjast, skrifað út af lækni og undir eftirliti, til að koma í veg fyrir fráhvörf og til að hjálpa fólki að ná andlegu og líkamlegu jafnvægi. Reynslan af viðhaldsmeðferð í þeim löndum sem veitir fólki gott aðgengi að henni, er að glæpir og ofbeldi minnka, ásamt því að lífsgæði einstaklinga og heilsa taka stakkaskiptum. Það opnast skyndilega á möguleika hjá fólki að eiga mannsæmandi líf þegar það þarf ekki lengur að berjast í bökkum og stunda afbrot hvern einasta dag til að fjármagna fíknivanda sinn. Viðhaldsmeðferð er lögleg hér á landi, og það eru mannréttindi og siðferðisleg ábyrgð okkar sem samfélags að halda utan um þá þjóðfélagsþegna okkar sem eru langt leiddir af fíknivanda. Þetta stríðir hins vegar gegn siðferðisvitund fólks sem hefur fengið þau skilaboð í gegnum ríkjandi orðræðu að vímuefnaánetjun sé valkostur, siðferðisgalli eða heilasjúkdómur þar sem eina ásættanlega meðferðin sé algjört fráhald vímuefna. Sú orðræða kemur beint frá stríðinu gegn fíkniefnum (sem er ekkert annað en stríð á hendur veiku fólki), og stenst ekki skoðun. Staðan er því sú að fáir fá viðhaldsmeðferð hér á landi, vegna þess að læknar sem eru nægilega framsýnir til að hafa kynnt sér rannsóknir og reynslu annarra þjóða af viðhaldsmeðferðum eru litnir hornauga af öðru heilbrigðisstarfsfólki og þurfa að sitja undir ásökunum frá eftirlitsstofnum á borð við Lyfjastofnun og Landlæknisembættinu. Nú á tímum Covid þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að fíknivandi fólks verður meiri og alvarlegri, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Það er því tilvalinn tímapunktur fyrir heilbrigðisstarfsfólk að kynna sér nú rannsóknir og reynslu annarra þjóða, og fara að bjóða sjúklingum sínum upp á viðhaldsmeðferðir í víðtækari mæli, fjölbreyttari meðferð og aðgengilegri þeim einstaklingum sem þurfa á henni að halda. Við sem samfélag þurfum að leggja úrelt siðferðisrök til hliðar og hafa vísindi og gagnrýndar aðferðir í forgangi. Það græða allir á því. F.h. Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi Höfundur er sálfræðingur og formaður Snarrótarinnar, samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun