Eiður Smári gaf sína frægustu stoðsendingu á þessum degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2020 14:00 Chelsea sló hið ósigraða lið Arsenal úr leik í Meistaradeild Evrópu vorið 2004. vísir/epa Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt. Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt.
Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira