Dauðsföllum fækkar á Spáni fjórða daginn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 13:31 Slökkviliðsmenn sótthreinsa sjálfa sig og sjúkrabíl sem var notaður til að flytja sjúkling með kórónuveirusmit í Guadalajara í dag. Vísir/EPA Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði fjórða daginn í röð þar. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum. Tala látinna hækkaði um 637 á milli daga í dag og hefur dauðsföllum ekki fjölgað eins lítið frá 24. mars, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC . Þá bættust 4.273 ný smit við í dag. Þegar mest var létust 950 á fimmtudag. Alls hafa nú 135.032 greinst með veiruna á Spáni. Mannfallið á Spáni er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. María José Sierra, varaformaður heilbrigðisnefndar Spánar, segir að svo virðist sem að hægja sé tekið á útbreiðslu veirunnar í nær öllum héruðum landsins. Umfangsmikil samgöngu- og útgöngubönn hafa verið í gildi í þrjár vikur og er búist við því að þær verði það að minnsta kosti út þennan mánuð. Búðir og fyrirtæki eru lokaðar og fólki hefur verið sagt að halda sig heima. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði að mögulega yrði slakað á aðgerðunum eftir páska og fólki sem vinnur störf sem eru ekki skilgrein sem nauðsynleg verði jafnvel leyft að snúa aftur til vinnu. Aðgerðirnar verða þó áfram í gildi til 25. apríl þar sem þær bjargi mannslífum. Spænskir embættismenn segjast nú hafa í hyggju að prófa fleiri einstaklinga fyrir veirunni, jafnvel fólk sem er ekki með einkenni. „Það er mikilvægt að vita hver er smitaður til að gefa smám saman létt á aðgerðum á spænska borgara,“ segir Arancha González, utanríkisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Yfir 10.000 fallið frá á Spáni Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. 2. apríl 2020 19:34 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði fjórða daginn í röð þar. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum. Tala látinna hækkaði um 637 á milli daga í dag og hefur dauðsföllum ekki fjölgað eins lítið frá 24. mars, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC . Þá bættust 4.273 ný smit við í dag. Þegar mest var létust 950 á fimmtudag. Alls hafa nú 135.032 greinst með veiruna á Spáni. Mannfallið á Spáni er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. María José Sierra, varaformaður heilbrigðisnefndar Spánar, segir að svo virðist sem að hægja sé tekið á útbreiðslu veirunnar í nær öllum héruðum landsins. Umfangsmikil samgöngu- og útgöngubönn hafa verið í gildi í þrjár vikur og er búist við því að þær verði það að minnsta kosti út þennan mánuð. Búðir og fyrirtæki eru lokaðar og fólki hefur verið sagt að halda sig heima. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði að mögulega yrði slakað á aðgerðunum eftir páska og fólki sem vinnur störf sem eru ekki skilgrein sem nauðsynleg verði jafnvel leyft að snúa aftur til vinnu. Aðgerðirnar verða þó áfram í gildi til 25. apríl þar sem þær bjargi mannslífum. Spænskir embættismenn segjast nú hafa í hyggju að prófa fleiri einstaklinga fyrir veirunni, jafnvel fólk sem er ekki með einkenni. „Það er mikilvægt að vita hver er smitaður til að gefa smám saman létt á aðgerðum á spænska borgara,“ segir Arancha González, utanríkisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Yfir 10.000 fallið frá á Spáni Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. 2. apríl 2020 19:34 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Yfir 10.000 fallið frá á Spáni Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. 2. apríl 2020 19:34