Dauðsföllum fækkar á Spáni fjórða daginn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2020 13:31 Slökkviliðsmenn sótthreinsa sjálfa sig og sjúkrabíl sem var notaður til að flytja sjúkling með kórónuveirusmit í Guadalajara í dag. Vísir/EPA Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði fjórða daginn í röð þar. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum. Tala látinna hækkaði um 637 á milli daga í dag og hefur dauðsföllum ekki fjölgað eins lítið frá 24. mars, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC . Þá bættust 4.273 ný smit við í dag. Þegar mest var létust 950 á fimmtudag. Alls hafa nú 135.032 greinst með veiruna á Spáni. Mannfallið á Spáni er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. María José Sierra, varaformaður heilbrigðisnefndar Spánar, segir að svo virðist sem að hægja sé tekið á útbreiðslu veirunnar í nær öllum héruðum landsins. Umfangsmikil samgöngu- og útgöngubönn hafa verið í gildi í þrjár vikur og er búist við því að þær verði það að minnsta kosti út þennan mánuð. Búðir og fyrirtæki eru lokaðar og fólki hefur verið sagt að halda sig heima. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði að mögulega yrði slakað á aðgerðunum eftir páska og fólki sem vinnur störf sem eru ekki skilgrein sem nauðsynleg verði jafnvel leyft að snúa aftur til vinnu. Aðgerðirnar verða þó áfram í gildi til 25. apríl þar sem þær bjargi mannslífum. Spænskir embættismenn segjast nú hafa í hyggju að prófa fleiri einstaklinga fyrir veirunni, jafnvel fólk sem er ekki með einkenni. „Það er mikilvægt að vita hver er smitaður til að gefa smám saman létt á aðgerðum á spænska borgara,“ segir Arancha González, utanríkisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Yfir 10.000 fallið frá á Spáni Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. 2. apríl 2020 19:34 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Vonir standa til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu á Spáni eftir að nýjum dauðsföllum fækkaði fjórða daginn í röð þar. Spánn glímir nú við flest tilfelli kórónuveiru í Evrópu og hafa ríflega þrettán þúsund manns látið lífið í faraldrinum. Tala látinna hækkaði um 637 á milli daga í dag og hefur dauðsföllum ekki fjölgað eins lítið frá 24. mars, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC . Þá bættust 4.273 ný smit við í dag. Þegar mest var létust 950 á fimmtudag. Alls hafa nú 135.032 greinst með veiruna á Spáni. Mannfallið á Spáni er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. María José Sierra, varaformaður heilbrigðisnefndar Spánar, segir að svo virðist sem að hægja sé tekið á útbreiðslu veirunnar í nær öllum héruðum landsins. Umfangsmikil samgöngu- og útgöngubönn hafa verið í gildi í þrjár vikur og er búist við því að þær verði það að minnsta kosti út þennan mánuð. Búðir og fyrirtæki eru lokaðar og fólki hefur verið sagt að halda sig heima. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði að mögulega yrði slakað á aðgerðunum eftir páska og fólki sem vinnur störf sem eru ekki skilgrein sem nauðsynleg verði jafnvel leyft að snúa aftur til vinnu. Aðgerðirnar verða þó áfram í gildi til 25. apríl þar sem þær bjargi mannslífum. Spænskir embættismenn segjast nú hafa í hyggju að prófa fleiri einstaklinga fyrir veirunni, jafnvel fólk sem er ekki með einkenni. „Það er mikilvægt að vita hver er smitaður til að gefa smám saman létt á aðgerðum á spænska borgara,“ segir Arancha González, utanríkisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Yfir 10.000 fallið frá á Spáni Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. 2. apríl 2020 19:34 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Yfir 10.000 fallið frá á Spáni Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. 2. apríl 2020 19:34