Sorg á tíma samkomubanns Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2020 15:30 Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Anna Lísa Björnsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Að syrgja er einmanalegt undir venjulegum kringumstæðum, að syrgja á þessum tíma samkomubanns er einangrandi. Jarðarfarir eru fyrir eftirlifendur – en núna þurfa nánustu vandamenn að velja að hámarki 20 manns með sér í athöfnina og sitja langt frá hvert öðru. Það er fámenn jarðarför, ef hún er þá haldin og syrgjendur geta ekki faðmað eða fengið faðmlög. Þannig missa syrgjendur ekki bara ástvin, en einnig nándina og dýrmæta kveðjustund sem er mikilvæg í sorgarúrvinnslu. Ástvinamissir Aðstæður syrgjenda hafa á nokkrum vikum breyst til muna, en það breytir því ekki að það þarf að læra að lifa með sorginni. Til þess að koma til móts við syrgjendur á þessum tíma hefur Sorgarmiðstöð stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir þau sem misst hafa ástvin. Við viljum gefa syrgjendum tækfæri í öruggu umhverfi til að ræða og deila reynslu af missinum. Það að tjá tilfinningar sínar í hópi sem skilur hvernig þér líður er mikils virði og að hjálpa syrgjendum að læra að lifa við missinn í algjörlega breyttri tilveru - er það sem við stefnum að í Sorgarmiðstöð. Hægt er að finna hópinn á facebook. Aðstandendur Það er hægt að sýna syrgjendum hugulsemi og nánd þrátt fyrir kringumstæðurnar. Það má nota tæknina til þess að vera í sambandi, hringja eða nota myndsímtöl, því það getur verið gott að spjalla augliti til auglitis. Það minnir syrgjendur á að þau eru ekki ein, þótt það sé ekki líkamleg nánd til staðar. Aðstandendur og vinir geta stutt syrgjendur í að minnast ástvinar, til dæmis er hægt að skoða myndaalbúm í myndsímtali og minnast skemmtilegra augnablika. Einnig er hægt að skrifa niður minningar um hinn látna og senda í bréfi eða í textaskilaboðum. Þótt fátt komi í stað nándar getur það hjálpað að finna að það er verið að hugsa til þeirra sem syrgja og þegar hægt er að hittast í eigin persónu aftur er stutt í nándina og úrvinnslu sorgar saman. Með því að styðja þann sem syrgir núna, sýna samhug og samkennd í verki, með skilaboðum, hringingum eða blómasendingum, matarsendingum eða hverju öðru sem gæti minnt syrgjandann á að aðstandandinn eða vinur er til staðar, skapast nánd og minningar sem munu orna langt fram eftir. Höfundur er í stjórn Sorgarmiðstöðvar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun