Markaðsstarf eftir Covid19 Svanur Guðmundsson skrifar 7. apríl 2020 09:30 Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun