Varar við myrkasta vetri sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 15:29 Dr. Richard Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. AP/Shawn Thew Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira