Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 13:25 Hér má sjá hvernig aðstæður eru á kjörstöðum í Wisconsin. AP/Scott Trindl Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira