Icelandair sækir sautján tonn af lækningavörum til Kína Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:27 Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Mbl.is greinir frá því að flugvél Icelandair fljúgi til Sjanghæ í fyrramálið þar sem hún muni sækja sautján tonn af lækningavörum. Flugvélin stoppar í borginni í fjórar klukkustundir og fer svo beint til baka til Íslands. Fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum í dag að Landspítalinn muni halda utan um þennan lager og dreifa honum ef á þarf að halda. „Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt stjórnarráðsins. Um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Þá er sendiráð Íslands í Kína sagt hafa unnið að því í samráði við yfirvöld hér að festa kaup á vörunum og tryggja leyfi fyrir útflutningi. Sömuleiðis hafi sendiráð Kína á Íslandi veitt aðstoð við innflutninginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa samið við Icelandair um að sækja pöntun af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn til Kína. Búnaðurinn var pantaður fyrir nokkru síðan, þegar ljóst var hvað í stefndi vegna COVID-19 heimsfaraldursins, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Mbl.is greinir frá því að flugvél Icelandair fljúgi til Sjanghæ í fyrramálið þar sem hún muni sækja sautján tonn af lækningavörum. Flugvélin stoppar í borginni í fjórar klukkustundir og fer svo beint til baka til Íslands. Fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum í dag að Landspítalinn muni halda utan um þennan lager og dreifa honum ef á þarf að halda. „Enginn skortur hefur verið hér á landi á hlífðarbúnaði, en með þessu verkefni er verið að tryggja ábyrga birgðastöðu á þessum mikilvægu vörum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir hér á landi meðan á faraldrinum stendur,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í frétt stjórnarráðsins. Um er að ræða samvinnuverkefni heilbrigðisyfirvalda, almannavarna, Icelandair og utanríkisráðuneytisins. Þá er sendiráð Íslands í Kína sagt hafa unnið að því í samráði við yfirvöld hér að festa kaup á vörunum og tryggja leyfi fyrir útflutningi. Sömuleiðis hafi sendiráð Kína á Íslandi veitt aðstoð við innflutninginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira