Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 15:49 Óvenju fáir eru á ferli þessa dagana í Leifsstöð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Er um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda sem fela í sér að auknar fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu og auka eftirspurn eftir vinnuafli, er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. „Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannaflafrekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023.“ Suðurnes hafa farið einna verst út úr þeirri niðursveiflu sem nú ríður yfir landið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og hafa íbúar þar kallað eftir sértækum ríkisaðgerðum. 50 til 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt næsta ár Áætlað er að fjöldi nýrra starfa sem verði til við þessar framkvæmdir nemi 50 til 125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá er einnig gert ráð fyrir því að til verði fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengist þessum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Í morgunþættinum Bítinu í gær talaði Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, til að mynda fyrir því að stjórnvöld myndu ráðast í mannfrekar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi á svæðinu er komið í sautján prósent og er þar það hæsta á landinu. Heildarumfang fjárfestinga gæti numið ríflega sjö milljörðum „Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, í frétt stjórnarráðsins. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia.“ Þessi aðgerð er sögð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á flugvellinum upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengist þessari hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia geti því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira