Ríkið fær sitt Sævar Þór Jónsson skrifar 7. apríl 2020 16:37 Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sævar Þór Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun