Ríkið fær sitt Sævar Þór Jónsson skrifar 7. apríl 2020 16:37 Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sævar Þór Jónsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Ástandið í efnahagsmálum er farið að minna ískyggilega á stöðuna í hruninu 2008 og árin þar á eftir. Vitaskuld eru frávik en nú erum við að kljást við afleiðingar risavaxins alþjóðlegs vanda sem er mun verri en það sem gekk yfir í hruninu. Erfitt er að segja til um framhaldið en ástandið bitnar nú mest á ferðaþjónustunni sem hefur verið driffjöður efnahagslífsins á síðari árum og átti stóran þátt í að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang eftir hrunið. Það er ljóst að ríkið þarf að grípa til stórtækra aðgerða í efnahagsmálum ef ekki á að fara illa enda fleiri fyrirtæki farinn að finna fyrir ástandinu en bara ferðaþjónustufyrirtæki. Stóri munurinn á þessum kreppum er sá að nú þarf ríkisstjórnin að leggja aðaláhersluna á að bjarga fyrirtækjum og atvinnustarfssemi. Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er talað um brúarlán eða lánalínur til fyrirtækja. Lítið er vitað um hvernig þetta verður útfært hjá fjármálafyrirtækjum enn sem komið er og er það óheppilegur seinagangur sem getur haft neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækja, dragist það meira á langinn. Eitt af úrræðunum sem nú standa fyrirtækjum til boða er frestun á greiðslu skatta og opinberra gjalda. Er gengið út frá því að slík frestun létti undir rekstri fyrirtækja og geri þeim kleyft að brúa bilið tímabundið. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Eitt af því sem við lærðum í efnahagshruninu var að greiðslufrestur einn og sér leysir ekki allan vanda heldur slær honum á frest. Þetta lærðu menn af sárri reynslu þá og breyttu um aðferð og buðu upp á bæði greiðslufrestun í bland við afskriftir sem tók mið af greiðslugetu viðkomandi. Vissulega voru vankantar í því líka en þessi aðferð nýttist mörgum vel og hjálpaði fleirum að halda eignum sínum og halda sér á floti. Að vísu stóð ríkið alltaf fyrir utan þetta og skattaskuldir voru oftast ekki afskrifaðar. Þetta var gagnrýnt á sínum tíma og ég tel brýnt að ríkið skorist ekki undan ábyrgð nú með sama hætti. Fyrirtæki sem hafa safnað upp miklum skuldum og þá sérstaklega við hið opinbera ná sér seint og illa úr slíkum vanda og því þarf að létta á því með afskriftum. Önnur úrræði eins og nauðasamningar duga skammt í þessu samhengi og því þarf sértækar aðgerðir fyrir þessi fyrirtæki sem lenda í þessum vandræðum vegna Covid-19 ástandsins. Þá er óvíst með hvaða hætti tekjuflæði fyrirtækja verður þegar léttist á höftunum aftur og mörg þeirra munu þurfa aukið svigrúm. Það er mjög brýnt að efnahagur sem flestra fyrirtækja sé með besta móti þegar markaðir opnast fyrir ferðamenn til landsins á nýjan leik. Þá eru fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða aftur til sín fólk og viðspyrnan til uppbyggingar verður meiri. Slíkt væri mjög erfitt með uppsafnaðan greiðsluhjalla í rekstrinum vegna frestun skattgreiðslna. Slíkur hjalli getur orðið sumum óyfirstíganlegur þegar þar að kemur. Ríkið ætti tafarlaust að hafa blandaða leið á boðstólum fyrir fyrirtæki með greiðsludreifingu yfir lengra tímabil, frestun greiðslna og afskriftum eftir að tímabili frestunar lýkur, með tilliti til greiðslugetu hvers fyrirtækis. Viðkomandi fyrirtæki yrðu greiðslumetið og ákvörðun tæki mið af því hvort og þá að hvaða marki afskrifta væri þörf. Með þessu værum við undir það búin að mæta þörfum þeirra fyrirtækja sem á því þurfa þegar greiðslufresti lýkur og ráða illa við uppsafnaðar kröfur hins opinbera. Frestunin ein og sér getur snúist í andhverfu sína sem er ekki það markmið sem ríkisstjórnin stefnir að með aðgerðapakka sínum. Höfundur er lögmaður
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun