Aðgerðir hins siðaða samfélags Drífa Snædal skrifar 8. apríl 2020 12:15 Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Drífa Snædal Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun