Kane styður hetjurnar í fremstu víglínu gegn faraldrinum og sitt gamla félag Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:30 Harry Kane með nýju aðalliðstreyju Leyton Orient. TWITTER/@HKANE Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, er mikið gæðablóð ef mið er tekið af ákvörðun hans um að sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning og styrkja um leið sitt gamla félag Leyton Orient. Kane, sem er 26 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham síðustu ár, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Leyton Orient árið 2011. Hann hefur nú keypt auglýsingu framan á búningum Orient fyrir næstu leiktíð. Kane hefur svo ákveðið að á aðalbúningi Orient verði kveðja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem staðið hafa í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á varabúningunum tveimur verða auglýsingar fyrir annars vegar barnaspítala og hins vegar góðgerðafélag sem vinnur að bættri andlegri heilsu. Very proud to announce that I'm supporting the club that gave me my first pro start and three amazing causes by sponsoring @leytonorientfc's shirts for the 2020/21 season. pic.twitter.com/hTh1M7xNf3— Harry Kane (@HKane) May 14, 2020 Orient mun láta 10 prósent tekna af seldum treyjum renna til þessara góðgerðamála. „Ég er fæddur og uppalinn nokkrum mílum frá heimavelli Orient og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að gefa eitthvað til baka til félagsins sem gaf mér fyrsta tækifærið sem atvinnumaður. Þetta gefur mér líka færi á að þakka kærlega þeim hetjum sem staðið hafa í fremstu víglínu, og góðgerðafélögum sem hjálpa og styðja við fólk á þessum erfiðu tímum,“ sagði Kane. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands í fótbolta, er mikið gæðablóð ef mið er tekið af ákvörðun hans um að sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning og styrkja um leið sitt gamla félag Leyton Orient. Kane, sem er 26 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham síðustu ár, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Leyton Orient árið 2011. Hann hefur nú keypt auglýsingu framan á búningum Orient fyrir næstu leiktíð. Kane hefur svo ákveðið að á aðalbúningi Orient verði kveðja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem staðið hafa í fremstu víglínu í baráttunni gegn kórónuveirunni. Á varabúningunum tveimur verða auglýsingar fyrir annars vegar barnaspítala og hins vegar góðgerðafélag sem vinnur að bættri andlegri heilsu. Very proud to announce that I'm supporting the club that gave me my first pro start and three amazing causes by sponsoring @leytonorientfc's shirts for the 2020/21 season. pic.twitter.com/hTh1M7xNf3— Harry Kane (@HKane) May 14, 2020 Orient mun láta 10 prósent tekna af seldum treyjum renna til þessara góðgerðamála. „Ég er fæddur og uppalinn nokkrum mílum frá heimavelli Orient og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að gefa eitthvað til baka til félagsins sem gaf mér fyrsta tækifærið sem atvinnumaður. Þetta gefur mér líka færi á að þakka kærlega þeim hetjum sem staðið hafa í fremstu víglínu, og góðgerðafélögum sem hjálpa og styðja við fólk á þessum erfiðu tímum,“ sagði Kane.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Bretland Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira