Samkomubann er í Bretlandi um þessar mundir og er mælst til þess að fólk fari alls ekki út að óþörfu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.
Ben Marsh hefur vakið mikla athygli fyrir myndbönd sín á Facebook og í einu af hans nýjasta má sjá fjölskylduna alla taka þekkt lag úr söngleiknum Les Misérables, en núna með uppfærðum nýjum texta.
Um er að ræða flutning sem hjónin Ben og Danielle Marsh stýra og börn þeirra taka vel undir.
The Guardian birtir myndbandið á YouTube-síðu sinni í dag og má sjá flutninginn hér að neðan.